Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Page 19

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Page 19
22 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS í miðju. Hér og hvar voru hellublöð í gólfinu og út við langveggi, 50—70 sm frá vesturhornum voru öruggir stoðarsteinar, en í sjálf- um hornunum hafa líklega ekki staðið stoðir. Sá hluti hússins, sem er austan (framan) við þetta þil, er hin eiginlega stofa. Hún er rúmlega 4,6 m löng, 2,8 m víð í innri enda, og 3,1 m í fremri enda. Úr dyrum er gengið inn á gólf, sem er frekar slétt og þó mishæðótt. Með þremur veggjum eru 'pallar. Við norðurvegg er moldarpallur með nokkrum steinum í frambrún, en ekki hefur sú brún verið hlaðin, framan í henni voru leifar af fjöl. Pallurinn var 40—50 sm breiður, allt að 30 sm hár, og endaði 1 m frá dyrum, en hurð virtist hafa verið þar innst í stofugöngum, og þar við vegginn fannst járnhlutur, sem líklega er úr hjörum. Þverpallurinn var hlaðinn úr fallegum steinum, 40—50 sm breiður (miðað við klefaþilið) og allt að 50 sm hár og er jafnhár gólfinu í klefanum. Pallurinn nær þvert yfir stofuna. Við syðri enda þver- pallsins virðist hafa verið gengið í klefann um þröngar dyr (ekki víðari en 45 sm), þar er hola eftir stoð eða hæl í frambrún þver- pallsins, og er trúlegt að sá hæll hafi borið suðausturhorn trébilju á pallinum. I horninu sunnan við stoðarholuna var frekar flái en pallur, en 1 m austar en klefaþilið byrjaði aftur langpallur við suðurvegg með stórum steini í frambrún (og óljósari stoðarhola nær vegg), en síðan myndast frambrún pallsins af 4 þunnum stein- um, sem eru reistir á rönd og snúa fallegri sléttri hlið fram að gólfinu. Frammi fyrir þeim austasta var eldstæSi. Þessi hluti lang- pallsins endaði rétt á móts við austurenda nyrðra langpalls. Hann er 40—70 sm breiður og um 30 sm hár. í króknum austan við pall- endann eru enn steinar í röð 25 sm frá suðurvegg og 20 sm hærri en gólfið fyrir framan, og hefur ef til vill verið bekkur í króknum. Eflaust hafa trébiljur verið yfir pöllunum öllum. Framan á nyrðra langpalli hefur líklega verið þiljað, því trúlegt er að tréð, sem þar var, sé úr því þili. Einnig má vera, að þiljað hafi verið framan á þverpallinn, en framan á syðra langpalli hefur aldrei verið þiljað, enda hefur verið kyntur eldur þar nærri á gólfinu, og þess vegna er hin haganlega steinbrún gerð þar. Utantil á miðju gólfi við syðra langpall var lágur bingur. Þegar hann var rofinn, kom í ljós að efst í honum var torf, en þar undir öskulög og sorp. Er ekki vafi á, að þar hefur verið eldstæði, en sérstakur umbúnaður var þar ekki, hvorki hellulagt gólf né hlóðir, en þar nærri á gólfinu voru nokrir stórir steinar lausir undir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.