Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Page 20
GRÖP í ÖRÆFUM
23
Stofa (III), séð fram til dyra. Pallar við báða veggi og um þvert. — The
living room, view towards the door; benches along tlie walls.
vikrinum, og má vera að þeir hafi verið notaðir, þegar eldur var
kyntur. Torfið yfir eldleifunum mun hafa verið notað til að fela
eldinn eða halda honum í skefjum. Rétt norðan við mitt gólf var
óregluleg hola ofan í gólfið, um 30 sm víð og 20 sm djúp. Hún
var full af ösku og þó tveir dálitlir steinar í öskunni. Má vera að
stundum hafi verið falinn eldur í holunni.
Stofutóftin er hlaðin úr miðlungsstóru grjóti nema vesturgaflinn.
Hann er úr býsna stórum steinum og greinilega bogadreginn. Aust-
ur-, suður- og vesturveggir eru 0,5—1 m háir (yfir palla), en norð-
urveggur allt að 1,50 m yfir palla og 1,70 m yfir gólf, og virðist
hann standa í fullri hæð. Stoðarsteinar virðast vera 5 við suður-
vegg, en aðeins 2 eða 3 við norðurvegg og 1 stoðarhola. Þá vantar
þar aðeins undirstöðu einnar stoðar, en það er nyrðri dyrastoðin,
en óljósar leifar sáust einmitt af henni. Svo virðist sem þakið