Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Síða 22

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Síða 22
GRÖP í ÖRÆFUM 25 um vesturvegg hússins. Það er um 40 sm vítt og viðlíka hátt og tæpra tveggja metra langt (veggþykktin). I botni „vindaugans“ voru viðarkol nokkuð blönduð vikri. Veggir voru háir í húsinu, á 3. metra, en allmjög hlaupnir fram og sums staðar var hrunið úr þeim, enda var mikið af grjóti niðri í þrónni undir gólfinu, en sumt grjótið hefur þó verið þar frá upphafi, og var þó engin hleðslu- lögun á því, en á mörgum stöðum var á steinunum gulleitt, feitt lag í hæð við botn lokræsisins. Virtist það vera einhverjar rotn- unarleifar. Inn um „vindaugað" hefur vatn borið mikið af vikri einhvern tíma ekki löngu eftir að bærinn fór í eyði. Hefur það fyrst runnið eftir lokræsinu, sem brátt hefur stíflazt, en þá hefur vatnið runnið niður göngin og bæjardyrnar og myndað þar glerhart lag, sam- breysking af möl og vikri. Síðar hefur húsið (IV) og vindaugað fyllzt og stíflað fyrir vatnið, en áframhaldandi vatnsrennsli ofan við bæjarvegginn hefur gert aðstæður þar óskýrar. Þar sást t. d. ekki neinn umbúnaður til að veita vatni inn um „vindaugað“ en vera má að lækurinn hafi verið leiddur inn í tréstokki þótt þess sjái ekki merki nú. Hið gula, feita lag, sem er í þrónni, bendir til þess að úrgangi hafi verið hellt í hana, enda sýna stórgripa- beinin það, og er þá vart að efa, að húsið hafi verið notað sem salerni. Þar með er ekki útilokað, að það hafi einnig verið notað sem brunnhús, ef vatn hefur bunað í þróna frá vindauganu. V. Baöstofa. Framan við dyrnar a IV liggja göng fyrst til austurs, samhliða norðurvegg II, en þverbeygja síðan til norðurs °g liggja þar inn í lítið hús, sem er nálægt 3 m að lengd frá austri til vesturs og rúmir 2 m á breidd frá norðri til suðurs. Göngin eru rúmlega 50 sm víð og samtals 3,2 m löng (mælt eftir miðju). Þau eru hellulögð að mestu og er mikill kolasalli á milli hellnanna, en lokræsi er ekki undir þeim. Innst í göngunum liggur strendur úrangi þvert yfir þau, og virðist þar hafa verið þröskuldur, og hefur bar eflaust verið hurð. Dyrnar eru vestan við miðjan suðurvegg hússins, en í suðvesturhorninu er byggt eldstæði líkt hlóðum inn 1 gaflvegginn, og er skammt frá „gafli“ hlóðanna inn í IV. Þar er aðeins ein steinaröð á milli. Þar vantar ofan á veggina, og er ekki útilokað að opið hafi verið á milli húsanna þar. Gólf hússins er m,íög mishátt. Allt suðvesturhornið frammi fyrir hlóðum og dyr- um er litlu lægra en efra borð dyradrangsins, en alls staðar annars
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.