Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Síða 27

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Síða 27
30 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS VII. Búr. Vestan við stofuna var hús, sem vissi frá norðri til suðurs og sneri timburstafni fram að stéttinni. Tóftin er 6,5 m !öng, 2,8 m víð fremst og 3,1 m víð inn við gafl. Hún er dálítið hornskökk, en norðvesturhornið er sem næst 90°. Vestur- og norður- veggir eru nærri beinir, en austurveggur nokkuð sveigður inn um miðju. Allir voru veggir nú lágir, sums staðar aðeins ein steina- röð, en á öðrum stöðum allt að 1 m. Var austurveggurinn yfirleitt hæstur, en vesturveggur lægstur, og má vera að Grafargilslækurinn hafi spillt honum eitthvað, enda hefur hann á stundum runnið fram með veggnum. Kamparnir stóðu í 1 m hæð, hlaðnir úr vænu grjóti, en teknir nokkuð að snarast fram og gliðna. Glögg merki sáust í vikrinum eftir timburþil, og hefur það verið um 85 sm innan við kampana. Dyr hafa verið á miðju þili um 70 sm víðar og í þeim hurð á járnum, því að þar fundust í vikrinum hjarir, krókur og lykkja, en ekki sást hvort það voru efri eða neðri hjarir, ef þær hafa þá verið tvennar á hurðinni. Framan við þilið var hellulagt á milli kampanna, og náði sá flór fram að stéttinni. Inn eftir miðju gólfi allt inn að gafli var gólfskán, mest úr kolasalla og ösku, en til beggja hliða var gólfið lægra og lítt eða ekki troðið, og þar lá mikið af alls konar grjóti, hellur, hnullungar og einn brotinn yfir- steinn úr kvörn. Yfir þessu grjóti voru miklar trjáleifar uppi í vikrinum, og tel ég víst, að þar hafi verið bekkir eða hillur, líklega 80—100 sm á breidd. Innarlega við austurvegg hafði staðið kerald á hillunni, 30—50 sm vítt, og voru leifar þess uppi í vikrinum, botninn aðeins fáa sm fyrir ofan hæstu steinana, en um 25 sm fyrir ofan sjálft gólfið. Fram undir þili við vesturvegg fannst einnig hverfisteinn, og var neðra borð hans 30 sm fyrir ofan gólfið. Þetta gæti þýtt að bekkirnir hafi aðeins verið 30 sm að hæð, en eins gæti verið að bekkirnir hafi fúnað og fallið niður á þann vikur, sem þá hafði borizt inn í húsið. Einnig er það athyglisvert, að trjá- leifarnar við veggina, sem sáust greinilega undir keraldinu og hverfisteininum, lágu mjög óreglulega og mynduðu ekki slétta bekki. Verður því að telja með öllu óvíst hver hæð búrbekkjanna hefur verið. Fram undir dyrum, fast við vesturbekkinn og jafnvel inn undir honum að nokkru, var sáfar í gólfi. Það var nær 60 sm í þvermál, 25 sm djúpt og æði óreglulegt og sljótt, en í lögg sáfarsins var vottur af eir og trjáleifum. Umhverfis var mikil aska, og hefur hún ef til vill verið borin að sánum. Líklega hefur sárinn verið tekinn burt og sáfarið því sljóvgazt, áður en það fylltist endan-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.