Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Page 32
34
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
/ sofnhúsi, öskuþróin, — The kiln house, ush pit in front of fire place.
Fremra húsið var 2,8 m langt og 2 m breitt. Fram með suðr
austurvegg lá einföld röð af allstórum hnullungssteinum (hæð yfir
gólf um 30 sm). Þeir gætu verið undan bekk eða gólfi. Þvert yfir
mitt húsið er svipuð steinaröð. Innan við dyr er gólfið hellulagt
inn að steinaröðinni, og er kolaborin gólfskán á milli steinanna.
Hellulögnin nær ekki austur að steinaröðinni við langvegginn eystri,
og þar er gólfskánin einnig óljósari. I innri hluta fremra hússins
er lítið af steinum á gólfi, en innst við miðjan gafl er gerð þró í
gólfið, þannig að í botni eru sléttar hellur, en síðan eru reistar
upp fjórar hellur, sem mynda ferhyrning. Gaflhliðin er 70 sm löng,
framhlið 50 sm, vestur- og austurhlið um 60 sm. Botn þróarinnar
er 20 sm lægri en gólfið vestan hennar; suðvesturhellan tekur vart
upp fyrir moldina, en hinar hellurnar standa upp úr gólfinu og eru
líkar að hæð og steinaröðin þvert yfir húsið. Vikur var í þrónni,
þegar hún var grafin upp nema í „löggum“ var aska og koladrefjar.