Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Page 34

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Page 34
36 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS eldganginum ofan á eldgrófinni, og er ekki sjáanlegt hvers vegna hann var þar. Annar laus steinn lá innst í innri dyrum eins og þröskuldur. Ekki er víst hvers vegna hann var þar, en með honum mátti að mestu loka fyrir eldganginn að innan. Innra húsið var miklu minna en það fremra. Það var kringlótt, um 1,4 m í þvermál niður við gólf, en víkkaði nokkuð uppeftir. (Þvermál 1,8 m í 1 m hæð yfir gólf). Gólfinu hallaði nokkuð fram að eldganginum. I því lágu fáeinar litlar hellur, og frammi fyrir dyrum stóð einn steinn upp úr gólfskáninni, en hún var frekar þunn, og í henni voru einkum kol og brennt korn. Þetta er án nokk- urs efa sofnhús, þó óvanaleg gerð sé og annars háttar en tíðkazt hefur á síðari tímum hér á landi. * Fjós og hlaóa. Tæpum 50 m fyrir austan bæinn stóðu fjós og hlaða hvort af annars enda. Sneru húsin undan brekkunni svo sem vænta mátti. Hæðarmunur frá hellu fyrir fjósdyrum til hlöðugólfs inn við gafl er um 2 m eða 1:13. Hallinn utan húss er þó öllu meiri, þar eð hlaðan er talsvert grafin í jörð. Fjósið er innan veggja 8,3—8,8 m langt, lengra að vestan og 3,5—3,8 m breitt, litlu mjóst innst, en breiðast um miðju. Vestur- veggurinn er sveigður út, mest 35 sm framan við miðju, en austur- veggur er sveigður inn nær 20 sm innan við miðju. Er því líkast að fjóstóftin sé örlítið bjúg til vesturs. Vegghæð er 1,0—1,20 m, og er ekki víst að neitt að ráði vanti ofan á veggina, þar sem þeir eru hæstir. Hleðslugrjótið er misjafnt eins og víðast hvar í hús- unum á þessum bæ, þvermál flestra steina frá 10—40 sm. Dyr eru beint fram úr fjósinu, beinar að mestu, 1 m víðar innst, en aðeins um 70 sm fremst. Dyrakampar eru nokkuð misþykkir. Hinn vestri er 2,20 m þykkur, en hinn eystri 2,60 m. Skagar hann því 40 sm lengra fram, og má vera að það hafi verið gert svo til þess að mynda skjól fyrir austanátt, en hún er þrálátust og hörðust vind- átt þar á staðnum. 50 sm inni í dyrum, miðað við vestri kamp, standa steinar, sem virðast vera undan stoðum, og er trúlegast að þar hafi verið hurð. Á milli þessara steina eru aðeins 50 sm, en dyravídd gæti þó hafa verið allt að 70 sm, og er það víst hæfilegt. Rétt við innri brún vesturkamps stendur steinn í dyrum, sem sýnist vera undan stoð, en ekki er neinn steinn á hæfilegum stað austan
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.