Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Page 36
38
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Fjós, séð inn eftir; hlöðudyr á gafli. — The byre, view from outer door; the
door on tlie gable leads to tlie barn behind.
dyra, en þó gæti vel hafa verið önnur hurð þarna. Væri þá tæplega
1,5 m á milli hurða.
Framan við fjósdyrnar er stór hella, 80x100 sm að stærð, og
nær nokkuð inn í dyrnar. Þaðan liggur flórinn um dyrnar og eftir
endilöngu fjósinu miðju, inn í gegnum hlöðudyrnar og áfram, að
vísu fremur sem stétt en flór, inn eftir miðju hlöðugólfi inn að
gafli. Er allur þessi flór 25,60 m langur.
Bássteinar eru lagðir talsvert óreglulega, og er flórinn því mis-
breiður, yzt 90 sm, innar allt að 1,20 m og innst um 70 sm. Hæð
bássteina er 10—20 sm yfir flórinn.
Það er óvenjulegt við þetta fjós, að mikill munur er á vestri og
eystri hluta þess. Vestanmegin snúa allir bássteinar langsum (mið-
að við húsið) og þar eru 4 beislur uppistandandi úti við veggina,
sem skipta þessari hlið fjóssins í 5 bása, og fleiri virðast þeir aldrei
hafa verið. Breidd bása verður þá talið frá suðri til norðurs: 1.