Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Qupperneq 37
GRÖP í ÖRÆPUM
39
Vesturliluti fjóss, séöur úr hlöðudyrum; flór, bássteinar, beizlur. — Tlie byre;
west side with stalls.
bás 1,5 m, 2. bás 1,25 m, 3. bás 1,65 m, 4. bás 1,70 m, og 5. bás
um 2,50 m. Beislan á milli 2. og 3. báss er skökk, þannig að breidd
þeirra bása er ónákvæm, en samtals eru þeir 2,90 m. Lengd básanna
er: 1., 2. og 3. bás 1,5 m, 4. bás 1,30 m og 5. bás 1,35 m. Allir eru
básar þessir breiðari en nú gerist, og má vel vera, að sumir hafi verið
ætlaðir 2—3 kúm, t. d. sá innsti. Lengdin er einnig mjög rífleg.
Aftan við allar beislurnar eru steinar á milli þeirra og básstein-
anna, sem virðast vera undan stoðum, enda mátti vænta stoða þar.
Þá virðist vera stoðarsteinn inn við gaflhlaðið, og er hann 2 m
innar en næsti stoðarsteinn, og verða þar allt að 2,25 m á milli
stoða, og er það í lengsta lagi, en getur þó gengið. Ekki er að sjá
stoðarsteina út við veggi og er trúlegt, að raftar hafi hvílt á sjálf-
um veggjunum. Ekki fundust holur eftir tjóðurhæla, en mold hafði
rýrnað og klofnað frá veggjum og má vera að það hafi leynt
holunum.