Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Blaðsíða 38
40
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
I fjósi; myndin sýnir mismun á bássteinum að austan og vestan. ■—■ The byre:
two different types of stalls.
Austan við flórinn var allur annar svipur á fjósinu. Þar sneru
allir bássteinar þversum (miðað við húsið) og hefur sú hlið fjóss-
ins efalítið einkum verið ætluð nautum. Þar voru heldur ekki neinar
beislur og engin önnur einkenni, sem skiptu þeim bálki niður í
bása. Ekki fundust þar heldur ótvíræðar holur eftir tjóðurhæla, og
er ástæðan ef til vill einnig rýrnun moldarinnar, en efalaust hafa
nautin verið bundin á einhvern hátt. Breidd bálksins frá bássteina-
brún upp að vegg, sem svarar til báslengdar, er víðast 1,40 m, -en
minnst 1,25 m. Svo er að sjá, að stoðir hafi þeim megin staðið
flestar á sjálfum bássteinunum, enda standa þeir víðast aðeins nær
vegg þar sem stoða er helzt að vænta, en á móts við 4. beislu er
stór steinn austan við bássteinaröðina. Ekki finnast stoðarsteinar
út við vegg, og ekki fundust þar stoðarholur. Nokkuð er af flötum
steinum upp í básunum. Nú standa þeir talsvert upp úr moldinni
eða frá 2—10 sm. Stafar þetta einkum af rýrnun moldarinnar. Hún
hefur áður einkum verið heysalli og mosi, en á þeim 600 árum,
sem liðin eru frá því að síðast var gefið þar í básana, hefur heyið
að vonum fúnað burt að mestu.
Dyr liggja til hlöðu í gegnum fjósgaflinn rétt austan við miðju
í beinu framhaldi af flórnum. Þær eru 70 sm víðar og 1,85 m lang-
ar. Hlöðukampur vestan dyra er 90 sm langur, en eystri kampur er
1,85 m. Er því hlaðan dálítið skakkt sett við fjósið, og kunna ein-
hverjir staðhættir að hafa ráðið því. Hlaðan er mikið hús. Hún