Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Blaðsíða 43
GRÖF f ÖRÆFUM
45
Lómagnúpssand svo að af tók vegu alla. Á sú í Austfjörðum, er
heitir Úlfarsá, hljóp á stað þann, er heitir að Rauðalæk, og braut
niður allan staðinn, svo að ekki hús stóð eftir nema kirkjan“. Flat-
eyjarannáll telur eldgosið til ársins 1350, en Lögmannsannáll nefnir
eyðingu Litlahéraðs 1367. Aðrar heimildir um gos þetta eru vart
teljandi, en þjóðsaga frá 1712 telur, að í gosinu hafi einn smali
aðeins bjargazt úr seli og hestur, sem þó hrapaði til bana, þegar
þingmenn úr Austfjörðum riðu til Alþingis.
Sigurður Þórarinsson hefur fært rök að því, að gosið hafi orðið
árið 1362°) og mun það haft fyrir satt hér. Ekki er jafnljóst hve-
nær á árinu gosið hófst. Skálholtsbrotið segir eldinn á þrem stöðum,
og hélzt hann frá fardögum (júníbyrjun) til hausts. Ekki er þó
víst, að eldgosin hafi byrjað í Knappafellsjökli, en þó ætti það að
hafa orðið einhverntíma um sumarið. Nú kom í ljós, þegar grafið
var, að fjóshlaðan í Gröf var með öllu tóm, þegar gosið hófst;
það þýðir að öskufallið varð fyrir túnaslátt, eða áður en nokkur
taða var hirt í hlöðuna, segjum fyrir ágústbyrjun. Nú segir í Gott-
skálksannál um sumarið 1361: j;Frost mikið um hvítasunnuskeið og
í annan tíma þá er sól gekk sem hæst. Varð og grassumar lítið
sakir kulda, heyjaðist og lítið víða“10). Enn fremur er þess getið
í sama annál (sjá hér að framan), að veturinn 1362 var harður.
Nú er raunar trúlegt að þetta sé ritað á norðvestanverðu landinu,
en þó bendir kuldalýsingin til þess að bóndinn á Gröf hafi verið
illa heyjaður og líklega heylaus um fardaga. Þjóðsagan gerir ráð
fyrir. að fé hafi verið komið til selja, en það hefur vart verið fyrr
en um miðjan júní, og enn fremur að eyðing héraðsins hafi verið
fullkomnuð áður en menn riðu til þings, en Austfirðingar ættu að
hafa riðið hjá Blesakletti, sem hesturinn hljóp fram af, ekki síðar
en um Jónsmessu. Öll rök hníga þannig að því, að megingosið hafi
orðið fyrir túnaslátt, og ekki ósennilegt að það hafi byrjað í far-
dögum, en helzt ekki löngu fyrr. Allt er þetta miðað við hið forna
tímatal.
Á Hofi í Öræfum er byggingarstíll fornlegri en víðast annars
staðar á landinu. Þrátt fyrir það er sá stíll æði ólíkur þeim, sem
var á gamla bænum í Gröf. Fram á síðustu ár voru bæirnir á Hofi
allir í gömlum sunnlenzkum stíl, langar, einfaldar húsaraðir, sem
sneru mörgum bröttum burstum fram á hlaðið. Nálægt miðri bæj-
arröðinni voru bæjardyrnar og baðstofa, venjulega á fjóslofti, til