Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Page 46

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Page 46
48 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS lágir, breiðir þúfnagarðar á yfirborði, og rústin hafði misst alla tóftarmynd. Sigurður Þórarinsson telur húsin í Snjáleifartóftum og Skalla- koti frá svipuðum tíma18). Trúlegt er, að Skallakot sé nokkuð yngra og byggingarleifar undir langhúsinu gætu bent til þess. Enn yngri ættu þá bakhúsin að vera. Nú tekur það æði langan tíma að hylja Skallakotsbæinn 50 sm þykkri mold, og veggir eru lengi að jafnast út eins gjörsamlega og þeir voru í Skallakoti árið 1104. Ef bærinn í Gjáskógum, sem um er rætt næst hér á eftir, hefur lagzt í eyði um miðja 11. öld, getur Skallakotsbærinn vart hafa farið í eyði síðar en um árið 1000 og hefur líklega verið byggður nálægt miðri 10. öld. Má hafa fyrir satt, að bakhúsin séu byggð upp að lang- húsinu á síðari hluta 10. aldar. 1 Gjáskógum, 2 km norðaustur frá Stöng var grafinn upp bær árin 1949 og 1952 og er uppgreftinum að sönnu ekki lokið enn. Bær þessi hefur verið mjög líkur bænum í Stöng, en aðeins minni. Langhús með skála og stofu og tvö bakhús við skálann, búr og annað hús með lokræsi út, og er það hús mjög áþekkt eystra hús- inu í Stöng. Þessi bær hefur verið kominn í eyði og tóftin að miklu leyti fallin saman, þegar Stöng fór í eyði árið 1104, en þó hefur hún enn haft tóftarlag'°). Virðist mér að tóft sé 40—50 ár að eyðast til jafns við þessa. Ætti bær þessi því að hafa farið í eyði rétt eftir miðja 11. öld, en vera byggður eftir árið 1000. Bærinn í Stöng, sem var grafinn upp sumarið 193920), fór í eyði árið 1104 og mun vera byggður á seinni hluta 11. aldar. Þar var meginhúsið langhús, rúmlega 26 m langt, en ef til vill er rétt- ara að nefna það tvö langhús, sem standa hvort af annars enda, skáli austar og stofa vestar, og er hún miklu mjórra hús en skálinn. Að baki skálans eru tvö hús, sem snúið hafa þökum þvert við skála- þakinu. Austar er hús með tveimur rennum sitt við hvorn lang- vegg, og opnast rennurnar út úr gafli hússins. Notkun þessa húss er óútskýrð, svo að fullnægjandi geti talizt. Vestar er búr með stórum sáförum. Önnur hús á bænum hafa verið sérstæð, smiðja, fjós og útihús óskilgreint. Skálinn var þiljaður í sundur og innan við dyrnar virðist hafa verið anddyri, en þó hefur það fremur verið sérstakt herbergi en göng. Þaðan var gengið í skálann og í bakhúsið með rennunum, og er þessi afstaða öll talsvert lík því sem var í Gröf. Sandártunga í Þjórsárdal fór í eyði árið 1693 í miklu Heklugosi,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.