Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Side 50

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Side 50
52 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS tvennt nálægt miðju. í Stöng eru þó báðir endar skálans mjög áþekkir, en í Gröf er vissulega talsverður munur á útliti skálans sitt hvorum megin þilsins, og bendir það til þess að austurendinn hafi gegnt öðru hlutverki og ef til vill haft annað nafn en vestur- hlutinn. Setin í skálanum á milli þilja eru næsta ólík. Er örðugt að verj- ast þeirri hugsun, að syðra setið hafi verið skipt í lokrekkjur, en ekki gefur þessi uppgröftur neina glögga bendingu um það, hvernig lokrekkjur hafa verið útbúnar, hvorki að gólfum né sængum, en eitt fjalagólf hefur ekki verið yfir öllu syðra setinu. Yfir nyrðra seti virðist hins vegar hafa verið þilja úr tré, en óvíst er hvort þiljað hefur verið framan á setið, og miklu var set- moldin kolablandnari fremst en upp við vegg. Svo sem fyrr er frá sagt (bls. 18—20) liggja nokkrar óljósar steinaraðir þvert yfir setið. Virðist trúlegt að þær séu undan trjám sem borið hafi setgólfið, en það hafi verið gert úr borðum, sem legið hafi langsum í skálanum. Það sem er einna óvenjulegast í þessum skála er hve eldstæðið er óverulegt og lítið notað. Vissulega hefur skálinn verið lítið hit- aður, og eldstæðisóveran vestast á syðra seti bendir til að spart hafi verið farið með eldsneyti í skálanum. Allt bendir því til þess að hér sé um að ræða svefnskála fremur en hinn forna eldaskála, þar sem menn áður fyrr sátu við verk sín eða hvíldust við lang- eldinn. Því síður hefur matargerð farið þar fram, enda eru mörg önnur eldstæði í öðrum húsum í Gröf. Skálinn í Gröf virðist hafa verið allgott hús, þiljaður að innan, að minnsta kosti vestri hlutinn. Hefur þar verið sæmileg vist, en ef til vill nokkuð köld á vetur. Ekki sáust þess merki, að verið hafi loft í skálanum, en hugsanlegt er þó að það hafi verið í öðrum hvorum endanum, en hvergi sáust merki til þess að loftstigi hafi verið né gott rúm fyrir hann. Á Þórhallsstöðum í Forsæludal gerðust mikil tíðindi fyrir hálfri 10. öld, þegar Grettir fékkst þar við Glám, en höfundur Grettis- sögu lýsir þeim á stórfenglegan hátt. Sagan mun vera rituð um svipað leyti og skálinn í Gröf var byggður eða skömmu fyrr, og þó þetta gerist á öðru landshorni, er því líkast sem höfundur sög- unnar hafi í huga skála mjög líkan þeim, sem var í Gröf. „Nú líðr dagrinn, ok er menn skyldu fara til svefns, vildi Grettir eigi fara af klæðum ok lagðisk niðr í setit gegnt lokrekkju bónda. Set- stokkr var fyrir framan setit mjök sterkr, ok spyrndi hann þar í.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.