Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Side 53

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Side 53
GRÖF í ÖRÆFUM 55 IV er nýjung meðal íslenzkra fornhúsa, og er vafalaust að það hefur verið notað sem salerni. Helzt er það sambærilegt við „rennu- húsið“ í Stöng og vestra bakhúsið í Gjáskógum, en þar er frárennsli skemmstu leið út um húsvegginn. Ekki er heldur öruggt að þau hús hafi verið notuð sem salerni, enda er ekki ljóst, hvernig hin fornu salerni voru frágengin að innan. í Gröf liggur ræsi undir göngunum þvert í gegnum bæjarhúsin og fram fyrir hlaðið. Svipuð ræsi fundust á Bergþórshvoli árið 192629), en virðast helzt vera nokkuð yngri en ræsið í Gröf. Haustið 1957 var hafið að grafa fyrir undirstöðum kirkju á rústum gamla bæjarins í Ólafsvík á Snæfellsnesi. Komu þar í ljós lokræsi alldjúpt í jörð, og eins er sagt, að þegar teknar séu grafir í kirkjugarðinum þar í Ólafsvík, sé iðulega komið niður á lokræsi, en þar sem kirkjugarðurinn er nú stóðu áður fáeinir kotbæir. Loks ber að nefna Fornu-Lá í Eyrar- sveit, sem rannsökuð var árið 1942:5°). Þar var ræsakerfi undir göngum og dyrum, svipað því sem var í Gröf, og má vel vera, að læk hafi verið veitt í ræsið og þannig í gegnum bæinn, eins og líkur eru til að verið hafi í Gröf. Erlendis hafa ræsi fundizt í fornbæjum á nokkrum stöðum. Má þar fyrst nefna skála í Brattahlíð í Grænlandi31), þar sem vatn er leitt í ræsi þvert yfir skálann, en ekki er þar um salerni að ræða. Skálinn virðist vera allforn. Svipaður umbúnaður fannst þar í rústum hjá Narssaq í nágrcnni Julianeháb32). Við Jarlshof á Hjaltlandi hefur einnig fundizt lokræsi þvert yfir skála. Það mun vera nokkru eldra en ræsið í Gröf33). í gömlum skála í Kvívík í Færeyjum var einnig ræsi, sem lá út um skálavegg3'1). Salerna er allvíða getið í fornum sögum, og er svo að sjá, að þau hafi oftar verið innanbæjai' en utan, og útisalerni jafnvel talin fornlegri, sbr. í Erbyggja sögu: ,,í þann tíma váru útikamrar á bæjum“35). Vatnsveitingar heim á bæi og ræsi á bæjum eru sjaldnar nefnd. I Hrafns sögu stendur: ,,Þá fóru þeir Hrafn til ok veittu í brott læk þann, er inn fell í húsin á Mýrum“3C). Og í þætti af Þorvaldi víðförla segir: „Þar var skáli, sem þá var víða siðr til, ok íell einn lítill lækr um þveran skálann ok búit um vel“37). Á báðum þessum stöðum virðist vera rætt um svipuð mann- virki því sem fannst í GrÖf (og Fornu-Lá), en ræsis í bæ er t. d. getið hjá Árna Magnússyni í grein um klaustrin: „Það er auðséð, að Þykkvabæjar bær hefur staðið þar, sem hann nú er, því þar eru gömul forvirki á ræsernum og öðru“38).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.