Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Side 53
GRÖF í ÖRÆFUM
55
IV er nýjung meðal íslenzkra fornhúsa, og er vafalaust að það
hefur verið notað sem salerni. Helzt er það sambærilegt við „rennu-
húsið“ í Stöng og vestra bakhúsið í Gjáskógum, en þar er frárennsli
skemmstu leið út um húsvegginn. Ekki er heldur öruggt að þau
hús hafi verið notuð sem salerni, enda er ekki ljóst, hvernig hin
fornu salerni voru frágengin að innan. í Gröf liggur ræsi undir
göngunum þvert í gegnum bæjarhúsin og fram fyrir hlaðið. Svipuð
ræsi fundust á Bergþórshvoli árið 192629), en virðast helzt vera
nokkuð yngri en ræsið í Gröf. Haustið 1957 var hafið að grafa
fyrir undirstöðum kirkju á rústum gamla bæjarins í Ólafsvík á
Snæfellsnesi. Komu þar í ljós lokræsi alldjúpt í jörð, og eins er
sagt, að þegar teknar séu grafir í kirkjugarðinum þar í Ólafsvík,
sé iðulega komið niður á lokræsi, en þar sem kirkjugarðurinn er
nú stóðu áður fáeinir kotbæir. Loks ber að nefna Fornu-Lá í Eyrar-
sveit, sem rannsökuð var árið 1942:5°). Þar var ræsakerfi undir
göngum og dyrum, svipað því sem var í Gröf, og má vel vera, að
læk hafi verið veitt í ræsið og þannig í gegnum bæinn, eins og
líkur eru til að verið hafi í Gröf.
Erlendis hafa ræsi fundizt í fornbæjum á nokkrum stöðum. Má
þar fyrst nefna skála í Brattahlíð í Grænlandi31), þar sem vatn
er leitt í ræsi þvert yfir skálann, en ekki er þar um salerni að
ræða. Skálinn virðist vera allforn. Svipaður umbúnaður fannst þar
í rústum hjá Narssaq í nágrcnni Julianeháb32). Við Jarlshof á
Hjaltlandi hefur einnig fundizt lokræsi þvert yfir skála. Það mun
vera nokkru eldra en ræsið í Gröf33). í gömlum skála í Kvívík í
Færeyjum var einnig ræsi, sem lá út um skálavegg3'1).
Salerna er allvíða getið í fornum sögum, og er svo að sjá, að
þau hafi oftar verið innanbæjai' en utan, og útisalerni jafnvel talin
fornlegri, sbr. í Erbyggja sögu: ,,í þann tíma váru útikamrar
á bæjum“35). Vatnsveitingar heim á bæi og ræsi á bæjum eru
sjaldnar nefnd. I Hrafns sögu stendur: ,,Þá fóru þeir Hrafn til
ok veittu í brott læk þann, er inn fell í húsin á Mýrum“3C). Og
í þætti af Þorvaldi víðförla segir: „Þar var skáli, sem þá var víða
siðr til, ok íell einn lítill lækr um þveran skálann ok búit um
vel“37). Á báðum þessum stöðum virðist vera rætt um svipuð mann-
virki því sem fannst í GrÖf (og Fornu-Lá), en ræsis í bæ er t. d.
getið hjá Árna Magnússyni í grein um klaustrin: „Það er auðséð,
að Þykkvabæjar bær hefur staðið þar, sem hann nú er, því þar
eru gömul forvirki á ræsernum og öðru“38).