Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Side 54

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Side 54
56 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Árið áður en Gröf fór í eyði varð bardagi á Grand í Eyjafirði. Þar féllu meðal annarra Smiður Andrésson og Jón skráveifa. Um Jón segir í kvæði Snjólfs í Flateyjarannál :• Jón skreiddist skjótt skráveifa hljótt kamarsauga út við ærna sút. Sú hin ljóta leið leizt virðum greið o. s. frv. 39). Hér má skilja, að kamarinn hafi verið sambyggður bæjarhúsunum á Grund, en „kamarsaugað" hefur opnazt út. Hafi það verið frá- rennslið, hefur það verið mjög frábrugðið lokræsinu í Gröf, en hafi vindauga á kamrinum verið nefnt kamarsauga, þá gæti umbúnaður á Grund hafa verið svipaður því sem var í Gröf. Það má telja líklegt, að vatni hafi verið veitt inn í húsin í Gröf, og má vera, að það hafi verið fátítt á bæjum, þar eð sérstakra staðhátta þurfti við, en ræsi slík sem í Gröf virðast hafa verið algeng fram eftir öldum, þótt þau hafi verið sjaldgæf orðin á 19. og 20. öld. V var sú tóftin í Gröf sem hæst bar og lengst hefur staðið opin og hefur því allmikið látið á sjá. Þó er vafalítið, að þar hefur verið (gufu)baðstofa, og má fyrst og fremst bera hana saman við vafa- lausa baðstofutóft á fornbæ skammt austur frá Sandnesi í Vestri- byggð á Grænlandi40). Þar er ofn, ekki ólíkur hlóðum, en fyrir gafli er timburpallur. Steinarnir í ofninum eru mjög sprungnir og í honum var mikið af viðarösku og mjög sprungnum steinum. Víðar á Grænlandi hafa fundizt baðstofur, en á íslandi hefur ekki áður fundizt baðstofa svo öruggt sé, og verður þó að gera ráð fyrir, að þar hafi þær verið algengar og máske á flestum bæjum. Vera má, að annað bakhúsið í Fornu-Lá hafi þó verið baðstofa, eins og Kristján Eldjárn bendir á41), en hún hefur þá verið æði frábrugðin baðstofunni í Gröf og hinni grænlenzku, sem fyrr var lýst. Þorsteinn Erlingsson telur eystra bakhúsið á Sámsstöðum í Þjórsárdal vera baðstofu og einnig sérstæð hús á Eiríksstöðum í Haukadal og Ljót- ólfsstöðum á Fellsströnd, en eftir lýsingu hans að dæma er það mjög hæpið, þó að það hins vegar sé hugsanlegt. Þyrfti nauðsyn- lega að rannsaka þessi hús betur, ef unnt er.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.