Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Side 69
71
GRÖP í ÖRÆPUM
FORNGRIPIR
Forngripir þeir, er fundust í bæjarrústunum, voru ekki margir né sérlega
merkilegir að öðru en því að vera vel tímaákvarðaðir og geta því sumir haft
töiuvert gildi fyrir aðrar rannsóknir, þar sem tímaákvörðun er ekki gefin af
öðru. Hér verður allt upp talið, smátt og stórt, og er talið í þeirri röð sem
það fannst, 1955, 1956 og 1957. Fyrsti tölustafurinn í númerinu merkir árið
(5 = 1955 o. s. frv.), hinir tveir tölumerkið frá því ári (t. d. 611 = nr. 11
frá 1956). Alls eru þetta 74 tölusett númer, en liafa ekki enn verið tölumerkt
í Þjóðminjasafninu. Öll mál eru greind í sentimetrum.
501. Látúnsþynna, tærð á brúnum og beygð svo sem væri hún utan af
þremur hliðum af sexstrendu skafti. L. 2,5, br. 2,4 (samtals). — VII, efst í
gólfskán.
502. Látúnsþynna, mjög tærð á brúnum, með einu ferköntuðu naglagati
og einum eirhnoðnagla og smápjötlu við, líklega bót, eða brot úr katli. L. 5,7,
br. 4,6, þ. 0,1. — VI efst í gólfskán.
503. Hvítur steinn, holufylling, mesta þykkt 3,3. — VI, gólfskán.
504. Yfirsteinn úr kvörn, lítið eða ekki notaður, en brotnað hefur skarð
í brún hans, ef til vill í smíðum. Steinninn er íhvolfur eða eins og grunn
Þverskuröur og stærðarhlutföll kvarnarsteina frá Gröf.
Sections of mill stones from Gröf.