Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Síða 73
GRÖP í ÖRÆFUM
75
losnað frá okunum. Sjálft kambefnið er með öllu horfið, nema utan um nagl-
ana á milli okanna sést enn eins og hvítt skæni eftir af því. Að venju hefur
kamhurinn verið negidur saman áður en tennur voru sagaðar, og hefur þá
sagazt lítið eitt upp í okana. Má á því sjá að öðrumegin hafa verið 6V2 tönn
á 1 sm, en hinumegin 5 % tönn, enda hafi tannaraðirnar verið 9 sm langar og
tennur annars vegar 58, en hins vegar 48; er það lítill grófleikamunur. Okarnir
eru úr beini, hálfsívalir og óskreyttir að öðru en því að sézt hefur á hausa
látúnsnaglanna í þeim. Kamba af þessari gerð telur S. Grieg frá 13. fram á
15. öld'G). — n, frambrún syðra sets, vestast.
618. Fremri hluti af kolu úr gráum leirsteini, sama efni og í nr. 606, en
er þó vart úr sömu kolu. Kolan hefur brotnað um skálina, og sést því ekki hvort
hún hefur verið með skafti, en trúlegt er það. L. 7,5, hr. 8,0, dýpt skálar 2,3.
Kolan er laglega gerð með sléttum fleti að neðan og mikið svartbrennd á
böi-mum. — III, utarlega.
619. Látúnspjatla og nagli hnoðaður í gegnum hana miðja. Þvm. 4,0, þ. 0,1.
— II, gólf.
620. Sýnisliorn af birkiberki. Tekið í yzta reit í syðra seti í II.
621. Geiri úr snældusnúð úr rauðum sandsteini, h. 2,6. Brotið er um 14
hluti úr snúðnum, og hefur hann þá verið nálægt 5,5 í þvm. Gatið hefur verið
vítt, en þrengst um miðju. — Fannst í göngum til III.
622. Brýni með gati, úr heldur gljúpum gráum steini. Það er flatt, og er
þetta aðeins endinn. L. 6,3, br. 2,0, þ. 0,6. — II, gólf.
623. Kljásteinn. L. 12,5, br. 8,3, þ. 3,3. Þetta er vatnsnúinn blágrýtissteinn,
og hefur verið klappað gat á hann nálægt öðrum enda. Aðeins fundust tveir
kljásteinar í Gröf, þessi í II, en hinn, sem var að öllu náttúrlegur hraun-
steinn, í eldstæði í III.
624. Þrír glossasteinar (opal), hvítir, hálfglærir og einn blágrænn steinn
úr líparíttúffi (ignimbrit), þvm. 2,8—3,8. Eflaust hirtir sem skrýtnir steinar
eða fagrir. — II, hér og hvar.
625. Brot úr yfirsteini úr kvöm, sem virðist hafa verið allt að 60 í þvm.
L. brotsins er 23 (við jaðar steinsins), en breidd 17,3 frá jaðri að auga. Augað
sýnist hafa verið mjög vítt. Steinninn hefur verið 8 sm hár um miðju, en
jaðrar 5 sm þykkir. Steinninn er kúptur að ofan, bryggjulaus, en íhvolfur að
neðan á sama hátt og 504. Steinninn er úr eitlóttu hraungrýti (blágrýti) með
stórum feldspatkornum, ekki mjög slitinn. — II.
626. Endi af steinbrýni, frekar lítið brýndu. L. 6,8, br. 3,6, þ. 1,7. — I,
(í fordyri).