Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Page 77
GRÖP í ÖRÆPUM
79
729. Endi af brýni úr blágráum sand- eða leirsteini. Brýnið hefur verið
ávalt í þverskurð, 3,2 x 1,8, 1. 6,5. — Fannst í göngum til IV.
730. Brýni úr gráu flögubergi (glimmerskifer), allmikið brjnt og hefur
brotnað nærri miðju. L. 7,3, þvm. 1,7 x 1,7. — II, innarlega á nyrðra seti.
(731. Jarðvegssýnishorn, ekki hirt).
732. Ryðgaður naglahaus, 1. 2,0, br. 0,9. — II, í „eldstæði".
Tvö brot af steyptum eirpotti (733). —
Fragments of cast brass pot, found in V.
733. Tvö brot af steyptum eirpotti, sem falla saman. Er þetta hluti af
barminum og- eitthvað niður á belg pottsins. Mesta breidd stærra brotsins er 7,8,
og virðist það vera um víðasta hluta pottsins. Potturinn mun hafa verið þar
18—19 sm víður. Hæðin samtals 10,2, en dýpt óviss. Af barminum eru eftir
2,2. Þar hefur hvorki verið bryggja né þykkildi af neinu tagi, en barmurinn
þynnist efst í egg með örlitlum fláa út, og mun opið hafa verið nokkru þrengra
en belgvíddin. Gat er 1,1 neðan við barminn, 0,3 vítt, ef til vill vegna viðgerðar,
en e. t. v. hefur verið fest í það band til að hengja hann upp yfir eld. Þykkt
brotanna er tæpir 0,3. Á Norðurlöndum eru steyptir eirpottar frá miðöldum
alkunnir, þótt fáir séu með vissu jafngamlir sem þessi, og ekki veit ég um
neinn líkan þessum og er hann að því er virðist þeirra einfaldastur að gerð.
Á Þjóðminjasafninu er einn pottur heill (nr. 2050) svipaður því sem þessi
hefur verið (álfapotturinn), en mörg brot eru einnig til svo sem nr. 12981
(frá Fornu-Lá), 12459, 12122, 11675, 11674, 9360, 6893, 6013, 6004, og svipar
Grafarbrotunum hvað mest til 9360 frá Berjanesi sem fannst með sverði frá
13. eða 14. öld og 6004 frá Austasta-Reyðarvatni. — V, í dyrum.