Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Síða 88
90
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Mælingar á byggi frá Gröf í Öræfum
(Measurements of H. vulgare from Gröf, Iceland)
Kjarnastæið í nim (Size of grains in mm) Axiiðalengd i mm (Length of rachis
Lengd (Length) * Brcidd (Brearith) Þykkt (Thickness) internories in mm)
Minnst (Min.) 3.50 1.80 1.30 3.50
Mest (Max.) 6.00 3.50 2.90 3.15
Meöaltal (Averagc) 5.27 2.65 2.16 3.10
mm að meðaltali, en breiddin 1,15 mm og 2,05 mm við liðamótin.
Jaðrar axleggjanna voru fínhærðir.
Öll benda þessi einkenni til þess, að hér sé um fjögurra hliða þakið
bygg að ræða (Hordeum vulgare), þótt málin séu að vísu mun minni
en eðlilegt þykir á erlendu byggi. Kjarnarnir voru misstórir og
voru sumir mjög vanþroska, enda var lengd þeirra allt frá 3,5 mm
til 6,0 mm.
Af öðrum jurtaleifum má telja fjögur egglaga netluhnot, scm voru
1,85 x 2,25 mm að meðalstærð og eitt fræ af sveifgrasi, sennilega
vallarsveifgrasi (Poa pratensis), 2,91 x 0,80 mm að stærð.
Auk ofangreindra jurtaleifa voru örfáir bútar af koluðu birki
með afar þéttum árhringum, sem einkennir íslenzkt birki meðal
annars.
Það sem einkum er athyglisvert við þennan fund er smæð bygg-
kjarnanna, sem bendir til þess að byggið hafi vaxið við léleg vaxtar-
skilyrði. Mjög lítið ber á blöðum og stönglum og var greinilegt, að
hér var um þreskjað korn að ræða. Var það meira að segja svo
vel þreskjað, að hvergi fundust áfastir axliðir, og alls voru þeir
aðeins fjórir í sýnishorninu. Aðeins í einu tilfelli voru þrír kjarnar
samhangandi. Kornið má teljast mjög hreint, því að ekkert arfafræ
var þar finnanlegt, aðeins eitt grasfræ og netlufræin fjögur. At-
hyglisvert er það, að netlan skuli finnast blönduð þessu byggi, en
áður var hún fundin með byggi frá Bergþórshvoli. Er engu líkara
en netlan hafi verið viðloðandi illgresi á íslenzkum byggökrum
fyrr á tímum3).