Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Qupperneq 93

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Qupperneq 93
RÆNINGJADYSJAR OG ENGLENDINGABEIN 95 ár stjórnaði skipi Roberts Holms, og hélt á land upp með blaktandi fánum, brugðnum bröndum, lúðrablæstri og hermerkjum, og kvaðst mundu handtaka, herja og drepa jafnt karla sem konur og alla, sem þeir næðu til, og það hefðu þeir gert, ef landsmenn hefðu ekki rekið þá burt með guðs hjálp"1). Um þennan bardaga er ekkert annað vitað, en eflaust hefur skipið legið í Kolbeinsárósi og óeirðirnar því orðið skammt þaðan. Aftur gerðust alvarleg tíðindi á þessum slóðum árið 1431. Enskt skip, sem hét Bartholomeus, lá fyrir ósnum í Skagafirði, þ. e. Kol- beinsárós, og áttu það eða réðu fyrir því menn, sem hétu Vil- hjálmur Bell og Játmundur Smidh. Englendingurinn Jón Vilhjálms- son Craxton var þá biskup á Hólum. Hinn 17. september gerir hann þann samning við þessa menn, að hann kaupir af þeim hálft skipið með rá og reiða fyrir tólf lestir skreiðar, sem Ijúkast skyldu á tveimur árum2). En nokkrum dögum síðar urðu mjög alvarlegar greinir með Eng- lendingum af skipi þessu og landsmönnum. Flýðu Englendingar í dómkirkjuna á Hólum, en Jón biskup tók þá undir vernd sína og þá að launum fyrir dómkirkjunnar hönd þann helming skipsins, sem hann hafði ekki þegar keypt: Hinn 3. október gaf biskup út mjög skorinort bréf um þetta efni, þar sem hann lýsir þessa menn í sínum og dómkirkjunnar griðum, en lofar að svara fyrir þá lögum, hvað sem í kunni að skerast3). I bréfinu er ekki einu orði að því vikið, hvað þarna gerðist, engin manndráp eru nefnd, en augljóst er, að meira en lítið hefur skorizt í odda með landsmönnum og þessum Englendingum, úr því að þeir flýja í dómkirkjuna og gefa hálft skipið sér til friðar. Hér virðist tvímælalaust hafa verið um líf og dauða að tefla, og landsmenn hafa orðið sigursælir í átökunum. Bréf þetta er eina samtíma heimildin um þessa atburði og hið eina, sem verulegt mark er á takandi. En munnmæli hafa gengið um þessi tíðindi, og smám saman hefur myndazt þjóðsaga með sannsögulegum kjarna. Réttum 150 árum eftir atburðinn segir Magnús Jónsson prúði í Vopnadómi, að mönnum séu „ekki ókunn- ugar gamlar atferðir eingelskra manna, er ætluðu að herja á Hóla- 1) Skýrsla Hannesar á latínu er í í.sl. fornbrs. IV, bls. 24—334. Þýðing hér eftir Björn Þorsteinsson, Skírnir 1953, bls. 150. 2) ísl. fornbrs. IV, bls. 475—470. 3) Isl.. fornbrs. IV, bls. 477—479.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.