Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Side 95

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Side 95
RÆNINGJADYSJAR OG ENGLENDINGABEIN 97 hann menn til að reka þennan óþjóðalýð af höndum sér. Rétt ofan við veginn er Ræningjalautin. Þar lágu ræningjarnir, þegar komið var að þeim. Skagfirðingar höfðu smalað saman stóðhrossum og bundið við þau hrísbyrðar. Var svo hrossahópurinn rekinn á ræn- ingjana sofandi; hagar svo til, að auðvelt er að komast með leynd eftir lægð þessari. Tveir menn sluppu, og er mælt, að annar þeirra hafi verið Islendingur, sem Englendingar höfðu rænt, þegar hann var barn að aldri. Maður þessi hljóp í Höfðavatn og synti yfir það fram á Bæjarmöl, og er það um þriggja kílómetra vegalengd. Ætlaði hann að komast í ræningjaskipið, sem þar lá, en þá komu Skagfirðingar til skjalanna, svo að hann náði ekki skipinu, en komst við illan leik upp að Höfða, klifraði þar upp á kirkjuþakið og bað sér griða. En þess var enginn kostur. Var hann þegar líflátinn og dysjaður á Melhorni sunnan við Höfðaá. Svona eru munnmælin. En skýra má frá litlu atviki, sem stendur í sambandi við þennan mann. Árið 1873 voru þær vinnukonur á Höfða hjá Jóni Jónatans- syni bónda þar, Hólmfríður systir hans, móðir Jófríðar í Bæ, konu Jóns Konráðssonar hreppsstjóra, og Sigríður móðir Einars í Mýrar- koti. Þetta ár fundu þær mannsbein á Melhorni sunnan við Höfða- ána. Tóku þær beinin og komu þeim fyrir í kirkjugarðinum á Höfða. Nóttina eftir dreymdi Sigríði, að til hennar kom maður, sem þakk- aði henni fyrir beinin sín. Spurði hún hann að nafni, og kvaðst hann heita Jóhann Pétur. Daginn eftir sagði hún heimilisfólkinu drauminn. Datt engum í hug að rengja frásögn hennar, sem þekktu hana, því að hún var talin sannorð kona“J). 1) Ég hitti Einar Jóhannsson í Mýrarkoti, gamlan mann, sumarið 1953 og gerði það að gamni mínu að láta hann segja mér draum móður sinnar. Hann sagði svo frá: „Þegar móðir mín, Sigríður Jónsdóttir, var vinnukona í Höfða, sem næst 1874, var það eitt sinn, að hún rakst á mannsbein, sem stóðu út úr bakka sunnan við Höfðaá. Það sem til náðist af beinunum setti hún milli þils og veggja í Höfðakirkju. Næstu nótt dreymdi hana, að til hennar kæmi maður, sem kvaðst vera einn af ræningjum þeim, er drepnir voru af enska skipinu. Kvaðst hann hafa flúið út á vatnið og synt yfir það og ætlað að synda að skipinu, sem lá innan við Þórðarhöfða. íslendingar komust þá í veg fyrir hann, en hann synti út með höfðanum og komst á land og heim að Höfða og upp á kirkjuna, en þar var hann gripinn. Maðurinn sagðist þá hafa beðið um líf, en verið synjað þess. Væri hann þó að einhverju leyti af íslenzkum ættum og héti Jóhann Pétur og einhverju þriðja nafni ensku. Þegar honum var neitað um líf, kvaðst hann hafa beiðzt þess að vera grafinn þar sem sæi til Höfða- kirkju, og væru þetta sín bein, sem hún hefði fundið. Þakkaði hann henni, að hún hefði hlúð að beinunum“. 7
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.