Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Page 98

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Page 98
100 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Röskum 30 m norðan við syðstu dysina eru hinar tvær, og eru merkin milli Mannskaðahóls og Vatns milli hennar og þeirra, þannig að raunar eru þær (nyrztu dysjarnar tvær) í Vatns landi, þótt allar séu þær yfirleitt kenndar við Mannskaðahól. Aðeins 1 m er milli þessara tveggja dysja, og er hin syðri og minni 2—3 m í þvm. og í henni nokkuð stórir steinar, en lítið eitt af smælki ofan á. Hin er um 7 m í þvm. og mjög eins útlítandi og syðsta dysin, öll ein breiða af smásteinum ofan, en nokkuð gróin umhverfis. En nyrztu dysjarnar tvær eru í nokkrum halla, og því er einkum sú stærri svo sem ekki óáþekk lítilli skriðu, er hallar vestur. Við rufum skurði gegnum þessar þrjár dysjar eins víða og okkur þótti þurfa til þess að ganga úr skugga um, hvort þær hefðu nokkuð markvert að geyma. Það höfðu þær ekki. Grjótið í þeim öllum reynd- ist ekki vera annað en þunnt lag ofan á annars óhreyfðum jarð- vegi. Þverskurður gegnum syðstu dysina (mynd bls. 95) sýnir hvernig þessu er háttað. Steinalagið er eins og teppi yfir dysinni, ekki nema 10—25 sm þykkt, þykkast á þeirri hlið, sem snýr að götunni (aust- urhlið), af því að smásteinunum hefur verið varpað þaðan. Undir steinalaginu kemur svo moldarlag, mest um 40 sm þykkt, en undir því ísaldarmelur, hvort tveggja með öllu óhreyft af manna völdum. Þessi lýsing á í aðalatriðum við allar þrjár dysjarnar. Svipað mun að segja um þá dysina, sem næst er Mannskaðahóli og fyrst var nefnd. Af öllum dysjunum ber hún minnst merki manna og mun vissulega aðeins vera torfa, sem eftir stendur á blásnum aur, en ekki hefur verið í hana grafið. Fyrstu áratugi og aldir eftir dráp Englendinga á Höfðaströnd hefur verið mikið umtal um atburðinn þar í sveit. Eigi að síður hefur móða gleymskunnar fljótlega lagzt yfir dysjastaðinn, þegar gróið var yfir allt saman. En oft hafa ferðamenn á ströndinni borið þetta í tal sín á milli og jafnvel velt yfir því vöngum, hvar dysjarnar væru. Óblásnar torfur á berum melum geta fljótt á litið verið einkennilega þesslegar, að mannaverk séu á. Það er líka mjög algengt enn þann dag í dag, að menn glepjist á slíkum myndunum og telji þær af mannahöndum gerðar og þó einkanlega að þær séu dysjar eða kuml. Ég hygg, að Ræningjadysjar á Höfðaströnd séu á þennan hátt til komnar. Vegfarendur hafa séð þessar torfur, fundizt þær dysjarlegar, farið að kasta í þær steinum, ræningjarnir voru heygðir einhvers staðar á þessum slóðum, Mannskaðahóll er þarna næsti bær. Og smátt og smátt er allt fallið í fastar skorður:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.