Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Page 98
100
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Röskum 30 m norðan við syðstu dysina eru hinar tvær, og eru
merkin milli Mannskaðahóls og Vatns milli hennar og þeirra, þannig
að raunar eru þær (nyrztu dysjarnar tvær) í Vatns landi, þótt allar
séu þær yfirleitt kenndar við Mannskaðahól. Aðeins 1 m er milli
þessara tveggja dysja, og er hin syðri og minni 2—3 m í þvm. og
í henni nokkuð stórir steinar, en lítið eitt af smælki ofan á. Hin
er um 7 m í þvm. og mjög eins útlítandi og syðsta dysin, öll ein
breiða af smásteinum ofan, en nokkuð gróin umhverfis. En nyrztu
dysjarnar tvær eru í nokkrum halla, og því er einkum sú stærri
svo sem ekki óáþekk lítilli skriðu, er hallar vestur.
Við rufum skurði gegnum þessar þrjár dysjar eins víða og okkur
þótti þurfa til þess að ganga úr skugga um, hvort þær hefðu nokkuð
markvert að geyma. Það höfðu þær ekki. Grjótið í þeim öllum reynd-
ist ekki vera annað en þunnt lag ofan á annars óhreyfðum jarð-
vegi. Þverskurður gegnum syðstu dysina (mynd bls. 95) sýnir hvernig
þessu er háttað. Steinalagið er eins og teppi yfir dysinni, ekki nema
10—25 sm þykkt, þykkast á þeirri hlið, sem snýr að götunni (aust-
urhlið), af því að smásteinunum hefur verið varpað þaðan. Undir
steinalaginu kemur svo moldarlag, mest um 40 sm þykkt, en undir
því ísaldarmelur, hvort tveggja með öllu óhreyft af manna völdum.
Þessi lýsing á í aðalatriðum við allar þrjár dysjarnar. Svipað mun
að segja um þá dysina, sem næst er Mannskaðahóli og fyrst var
nefnd. Af öllum dysjunum ber hún minnst merki manna og mun
vissulega aðeins vera torfa, sem eftir stendur á blásnum aur, en
ekki hefur verið í hana grafið.
Fyrstu áratugi og aldir eftir dráp Englendinga á Höfðaströnd
hefur verið mikið umtal um atburðinn þar í sveit. Eigi að síður
hefur móða gleymskunnar fljótlega lagzt yfir dysjastaðinn, þegar
gróið var yfir allt saman. En oft hafa ferðamenn á ströndinni
borið þetta í tal sín á milli og jafnvel velt yfir því vöngum, hvar
dysjarnar væru. Óblásnar torfur á berum melum geta fljótt á litið
verið einkennilega þesslegar, að mannaverk séu á. Það er líka mjög
algengt enn þann dag í dag, að menn glepjist á slíkum myndunum
og telji þær af mannahöndum gerðar og þó einkanlega að þær séu
dysjar eða kuml. Ég hygg, að Ræningjadysjar á Höfðaströnd séu
á þennan hátt til komnar. Vegfarendur hafa séð þessar torfur,
fundizt þær dysjarlegar, farið að kasta í þær steinum, ræningjarnir
voru heygðir einhvers staðar á þessum slóðum, Mannskaðahóll er
þarna næsti bær. Og smátt og smátt er allt fallið í fastar skorður: