Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Side 101
RÆNINGJADYSJAR OG ENGLENDINGABEIN
103
þetta öruggt; þeir gætu eins vel átt við E5, því bæði á þá haus-
kúpu og E2 vantar liðfletina fyrir banakringluna, svo ekki verður
dæmt um, hvar hún eigi heima, nema að við El, E3 eða E4 á hún
ekki. Ennfremur eru talin til þessarar beinagrindur öll bein efri
útlima utan beinanna í hendinni, báðir sköflungar og dálkar og tals-
vert af beinum í fæti. Tennur, sem eru allar, eru dálítið slitnar,
og framtennur og augntennur standa dálítið skakkt. Á tannhálsi
tveggja jaxla í efri góm er tannáta. Kjálkagarður er enginn.
Vinstra megin á ennisbeini er skurður eftir egghvasst áhald, sem
nær frá utanverðum vinstri ennishnjósk (tuber frontale) að mótum
E 2. Skuriíflötur sést á
standtoppi otj á bana-
kringlu vinstra megin
við hann. — Axis and
atlas showing lesions
indicating that the per-
son was bebeaded.
hvirfilbeina og ennisbeins (bregma). Hann virðist ekki hafa náð
alveg í gegnum beinið, en sennilega hefur brotnað fyrir að innan-
verðu, en erfitt er að dæma um það fyrir víst vegna þess hve haus-
kúpan er brotin af jarðýtunni. Neðstu brjóstliðir eru skakkir
(skoliotiskir), þannig að hryggtindarnir vísa til vinstri og 1. og
2. lendarliður eru vaxnir saman á bolbrúnunum. Á standliðnum er
skurðflötur eftir egghvasst áhald er hefur numið burt standtopp-
inn (apex dentis), og á tilsvarandi stað á banakringlunni er sams
konar skurðflötur, er hefur numið ofan af liðflötunum fyrir hnakka-
beinið. Skurðflöturinn er aðeins á ská, þannig að meira er tekið
af hægra megin og sýnilega hefur höggið komið að aftanverðu frá,
því annars hefði það ekki getað sniðið af standtoppinn án þess að
skaða banakringluna að framanverðu (arcus anterior).
Beinin eru úr 30—40 ára gömlum karlmanni, 172—173 cm að