Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Side 106

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Side 106
108 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS meðalmál íslenzkra karla frá því fvrir siðaskiptin og Lundúnabúa frá 17. öld1). Meðalhæð þessara manna frá Höfða er 168—169 cm, en íslendinga 172,2 cm; um hæð Englendinga frá þeim tímum er ekki vitað. Höfuðstærð Höfðamannanna er einnig nokkru minni en íslendinga, en enginn munur er á höfuðstærð íslendinga og 17. aldar Lundúnabúa2 3). Þau mál og vísitölur hauskúpa íslendinga er frábrugðnastar eru Höfðamönnunum (E) eru: lengdar-breiddar- vísitalan [75,4(E), 76,1(1), 74,3—75,5(L), ennisbreidd 98,3(E), 96,5(í), 96,8—98,5(L)], ennisbreiddar-breiddarvísitala [70,7(E), 68,2(í), 68,0—69,6(L)] og augntóttarvísitalan [75,2(E), 82,3(1), 77,4—81,0(L)]. Eins og séð verður af þessum tölum þá eru þær líkari milli Höfðamannanna og Lundúnabúa en hinna fyrrnefndu og Islendinga. Það má segja að þetta styrki frekar það álit, að þessar beinagrindur frá Höfða séu úr Englendingum, en mikið er ekki leggjandi upp úr þessu atriði, vegna þess hve hauskúpurnar eru fáar og munurinn þó ekki meiri. Önnur atriði eru veigameiri, og það eru tannskemmdir og kjálkagarður; af þeim fjórum haus- kúpum frá Höfða, sem hægt er að dæma um þessi atriði á, þá eru allar með tannátu (10 tennur af 94 og þar af 4 með krónuátu) og engin með kjálkagarð. Af um 2350 tönnum íslendinga fyrir siða- skiptin eru 6 tennur með tannátu (Vi%) og það allt tannhálsátu, engin með krónuátu, og um % hlutar kjálkanna er með kjálkagarð. Þessi munur er svo mikill og lýsir svo frábrugðnum lifnaðarháttum, einkum í mataræði, að ég tel hverfandi litlar líkur fyrir því, að Höfðamenn geti verið fyrri alda Islendingar. Hins vegar voru tannskemmdir þá miklu algengari í Englandi og raunar allri Evrópu en hér, og kjálkagarður fátíður þar. Nú mun leitan á þeim Islend- ingi, sem kominn er yfir þrítugt án þess að hafa tannátu, og um Vs—2/s tanna íslenzkra karla (eftir aldri þeirra) eru nú skemmdar eða viðgerðar. Hvenær þessi breyting hafi orðið skortir heimildir til að rekja í einstökum atriðum2). Um og laust eftir miðja 19. 1) B. G. E. Hooke: A Third Study of the English Skull with Special Re- ference to the Farringdon Street Crania, Biometrika, Vol. XVIII, pp. 1—55, 1926. 2) E: Höfðamenn, í: íslendingar, L: Lundúnabúar; þar er um 3 hauskúpu- hópa að ræða, alla frá sama tíma, 17. öld, en frá mism. stöðum í borginni og hef ég tilgreint lægsta og hæsta meðaltalið fyrir hópana. 3) Hannes Finnsson kemst svo að orði í L.L.F.R. V, (1785): „svo sem og al- kunnugt er, að tannkveisa er ekki almennur sjúkdómur fullorðinna á íslandi". (bls. 119).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.