Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Side 106
108
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
meðalmál íslenzkra karla frá því fvrir siðaskiptin og Lundúnabúa
frá 17. öld1). Meðalhæð þessara manna frá Höfða er 168—169
cm, en íslendinga 172,2 cm; um hæð Englendinga frá þeim tímum
er ekki vitað. Höfuðstærð Höfðamannanna er einnig nokkru minni
en íslendinga, en enginn munur er á höfuðstærð íslendinga og 17.
aldar Lundúnabúa2 3). Þau mál og vísitölur hauskúpa íslendinga
er frábrugðnastar eru Höfðamönnunum (E) eru: lengdar-breiddar-
vísitalan [75,4(E), 76,1(1), 74,3—75,5(L), ennisbreidd 98,3(E),
96,5(í), 96,8—98,5(L)], ennisbreiddar-breiddarvísitala [70,7(E),
68,2(í), 68,0—69,6(L)] og augntóttarvísitalan [75,2(E), 82,3(1),
77,4—81,0(L)]. Eins og séð verður af þessum tölum þá eru þær
líkari milli Höfðamannanna og Lundúnabúa en hinna fyrrnefndu og
Islendinga. Það má segja að þetta styrki frekar það álit, að
þessar beinagrindur frá Höfða séu úr Englendingum, en mikið
er ekki leggjandi upp úr þessu atriði, vegna þess hve hauskúpurnar
eru fáar og munurinn þó ekki meiri. Önnur atriði eru veigameiri,
og það eru tannskemmdir og kjálkagarður; af þeim fjórum haus-
kúpum frá Höfða, sem hægt er að dæma um þessi atriði á, þá eru
allar með tannátu (10 tennur af 94 og þar af 4 með krónuátu) og
engin með kjálkagarð. Af um 2350 tönnum íslendinga fyrir siða-
skiptin eru 6 tennur með tannátu (Vi%) og það allt tannhálsátu,
engin með krónuátu, og um % hlutar kjálkanna er með kjálkagarð.
Þessi munur er svo mikill og lýsir svo frábrugðnum lifnaðarháttum,
einkum í mataræði, að ég tel hverfandi litlar líkur fyrir því, að
Höfðamenn geti verið fyrri alda Islendingar. Hins vegar voru
tannskemmdir þá miklu algengari í Englandi og raunar allri Evrópu
en hér, og kjálkagarður fátíður þar. Nú mun leitan á þeim Islend-
ingi, sem kominn er yfir þrítugt án þess að hafa tannátu, og um
Vs—2/s tanna íslenzkra karla (eftir aldri þeirra) eru nú skemmdar
eða viðgerðar. Hvenær þessi breyting hafi orðið skortir heimildir
til að rekja í einstökum atriðum2). Um og laust eftir miðja 19.
1) B. G. E. Hooke: A Third Study of the English Skull with Special Re-
ference to the Farringdon Street Crania, Biometrika, Vol. XVIII, pp. 1—55,
1926.
2) E: Höfðamenn, í: íslendingar, L: Lundúnabúar; þar er um 3 hauskúpu-
hópa að ræða, alla frá sama tíma, 17. öld, en frá mism. stöðum í borginni og
hef ég tilgreint lægsta og hæsta meðaltalið fyrir hópana.
3) Hannes Finnsson kemst svo að orði í L.L.F.R. V, (1785): „svo sem og al-
kunnugt er, að tannkveisa er ekki almennur sjúkdómur fullorðinna á íslandi".
(bls. 119).