Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Page 110
112
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
d
verið fomt fyrirbæri, að skáld gerðu kvæði um slíkar myndir. Á
fyrra hluta 9. aldar orti Bragi gamli drápu um myndir á skildi,
og seint á þeirri öld kvað Þjóðólfur úr Hvini drápu, sem studdist
við goðsagnamyndir á skildi. Þessi skáldskapargrein barst til Is-
lands þegar á landnámsöld, þekktasta dæmi um slíkan kveðskap á
íslandi í heiðni eru tvær drápur eftir Egil Skallagrímsson, Beru-
drápa og Skj aldardrápa, en þær eru að mestu leyti glataðar. Islenzk
skáld virðast hafa haldið slíkum kveðskap áfram í kristnum sið.
Snemma á 11. öld orti Þorfinnur munnur um myndir, sem merktar
voru á tialdi. Þær voru af því, er Sigurður Fáfnisbani vann að
drekanum. Á 12. öld orti Einar Skúlason um myndir á horni, og
er þar lýst ormi, en ekki verður séð, hvort þar var heldur um Mið-
garðsorm að ræða, eða hinn illa dreka, óvin kristinna manna.
Frásögn Laxdælu er merkileg heimild um forna húsaskreytingu
og samband hennar við sagnir og skáldskap. En því miður virðast
engar leifar af íslenzkum tréskurði í fornum sið hafa varðveitzt.