Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Síða 115

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Síða 115
í ORMS GINI 117 allir munkar til bænar og báðu fyrir honum með tárum. Þá tók hinn sjúki að styrkjast og mælti: „Guði þakka eg, því að nú lét drekinn mig lausan af bænum yðrum. Biði þér fyrir mér, því að eg em búinn að snúast til munka atferðar og fyrirlíta veraldar líf“. Þá snerist hann af öllu hjarta til Guðs og lifði við mikið vanheilindi þá stund, er hann var síðan í þessum heimi, og andaðist svo, að vér hyggjum hann leystan frá hinum forna dreka, þeim er hann varaðist við í leiðréttingu sinni“. 5. Frásögn þessi gæti vel verið heimild myndskerans, þótt vitanlega sé ógerlegt að fullyrða, að svo hafi verið. Myndabrotin eru ekki nema lítill hluti af heild, sem við vitum ekki, hve stór hefur verið. En eftir því, sem ég fæ bezt séð, er sambandi sögunnar og mynd- arinnar svo háttað, sem hér segir: Maðurinn með höfuðklútinn á brotinu, sem merkt er k, er Theó- dórus. Við hlið hans er munkur að telja um fyrir honum, en Theó- dórus daufheyrist við. Svipað mun hafa vakað fyrir listamanninum á ófullgerðu myndinni. Brotið d sýnir hluta af fjórum munkum, sem virðast einnig vera að fella bænarstað að einhverjum, og gæti það komið heim við hinar myndirnar og söguna. Brotin j og a, sem eiga saman, sýna Theódórus í gini ormsins, og kemur það vel heim við frásögnina, að munkarnir tveir virðast ekki sjá orminn. Þeir eru með upplyftar hendur og biðja fyrir hinum glataða bróður. Og brotið e sýnir annaðhvort ásókn hins illa dreka, áður en hann þröngdi Theódórusi, eða þá hitt, hvernig hann slapp undan drek- anum með aðstoð og hjálp munkanna. Að lokum skulum við hyggja að brotunum, sem merkt eru / og <j. Þau sýna það, sem bar fyrir augu Theódórusar af andlegum ógnum. Hér er skyggnzt inn í annan og verri heim. Þetta eru kvölheimar. I sambandi við sagnir í Díalógum Gregóríusar um slíkar sýnir og aðrar leiðslubókmenntir, sem Islendingum voru kunnar á 12. öld og síðar, er rétt að minna á tvö vísubrot. Annað kemur fyrir í Svarfdælu, og hljóðar á þessa leið: Séð höfum sólheim, sjá munuð annan. EruS ér sem vér alls um duldir0). Þetta brot er auðsæilega tengt við leiðslu, verið er að minna á sýn inn í sólheim, þann sem lýst er í síðari hluta Sólarljóða, en um leið eru hlustendur minntir á, að þeir munu sjá annan og verri heim. Hitt brotið er draumvísa í Sturlungu. Hún hljóðar svo:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.