Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Page 116

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Page 116
118 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Sé þú hve hvarfla heima í milli syndauðugra sálur manna. Kveljast andir í orms gini. Skelfur ramur röðull, ræð ek þér að vaknalO). Síðasta vísuorðið mun upphaflega hafa verið viðvörun til hins synduga manns að ranka við sér og lifa fegurra lífi. Boðskapur vísunnar er því hinn sami og fram kemur í Díalógunum og mynd- unum frá Bjarnastaðahlíð. Og hugmyndin um kvalir syndugra manna í gini ormsins koma fyrir í þeim öllum. Þegar myndskerinn í Bjarnastaðahlíð var að verki, hafði margt breytzt í andlegu viðhorfi fslendinga, frá því að eldahúsið í Hjarðar- holti var smíðað og skreytt myndum úr fornum goðasögum. Þó er skemmtilegt að minnast þess, að á þiljum beggja húsanna var eitt atriði sameiginlegt; á báðum var sýndur dreki eða ormur. Myndin á 10. öld sýndi Þór í átökum við Miðgarðsorm, en á 12. öld er ormur látinn svelgja syndugan bróður. 0g hér ætla ég, að fjalirnar frá Bjarnastaðahlíð sýni áhrif frá fornri myndlist íslendinga. Orm- urinn á myndinni er tekinn eftir fornum myndum af miðgarðs- ormi. Til gamans má minna á það, að í Niðurstigningar sögu, sem eflaust hefir verið til í íslenzkri þýðingu, þegar þiljumar í Bjarna- staðahlíð voru skornar, er Satan kallaður Miðgarðsormur. Væri freistandi að ætla, að þýðandi sögunnar hafi kannazt við myndir af Miðgarðsormi, þótt sagnir af honum hefðu nægt til að gera þá nafngift áhrifamikla. Myndskerinn í Bjarnastaðahlíð hefur ekki einungis þreytt þá raun að snúa frásögn úr riti eftir Gregóríus mikla í myndir; hinn oddhagi maður hefur sótt fyrirmynd að drekanum úr heiðnu mynda- safni forfeðra vorra, og er því þakkarvert, að við getum enn gert okkur nokkra hugmynd um, hversu Islendingar í heiðnum sið hugs- uðu sér Miðgarðsorm. Það verður ráðið af hálffúnum fjölum í Þjóðminjasafni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.