Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Page 119

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Page 119
JÓN STEFFENSEN: KUMLAFUNDUR AÐ GILSÁRTEIGI í EIÐAÞINGHÁ Bærinn Gilsárteigur stendur kippkorn austan við þjóðveginn um Eiða og beint austur frá þeim, en Eiðar eru vestan megin vegarins. Gömlu bæjarhúsin á Gilsárteigi voru úr torfi og stóðu á allmynd- arlegum bæjai'hól skammt norðan við Gilsá, og um 100 m norðan við hann var annar hóll, er nefndist Smiðjuhóll. Á milli hólanna var dálítil lægð, þar sem smiðjan, er hóllinn dró nafn af, stóð. Nýju bæjarhúsin, sem eru sambyggð fjós, hlaða og íbúðarhús úr steinsteypu, voru reist í lægðinni á milli hólanna og í vestur af henni. Vorið 1949 var jarðýta látin jafna báða hólana og færa jarð- veginn upp að nýbyggingunni einkum í uppfyllingu að hlöðudyrum, svo hægt væri að taka hey krókalaust í hlöðu. Þegar bæjarhóllinn með gamla bænum var jafnaður, komu í Ijós rústir eftir mörg bæj- arhús hvert upp af öðru, og er það álit bóndans á bænum, að bær- inn hafi alla tíð staðið á þeim sama stað, en engu markverðu var veitt athygli, er Smiðjuhóll var jafnaður. Hann mun hafa verið um 10 m í þvermál, ávöl, slétt bunga án nokkurra mishæða eða sýnilegra mannaverka á honum. Bóndinn áætlar, að 2—3 fet af jarðvegi hafi verið yfir beinunum, er síðar komu í ljós á hólstæð- inu. Hóllinn var á suðurenda klettarana, sem gengur til norðurs frá bænum og er af honum gott útsýni til Jökulsárhlíðar með Kollu- múla beint í norðaustri og út yfir Héraðsflóa. Veturinn 1956—57 fundu börn á bænum leggbein úr manni á nær miðju ruðnings- svæði Smiðjuhóls, og er betur var aðgætt á staðnum, sást glytta í hauskúpu og fleiri bein. Þjóðminjaverði var þá gert viðvart, og talaðist svo til milli okkar, að ég athugaði beinafundinn, hvað ég og gerði dagana 24. og 25. maí 1957 ásarnt þeim Þórarni Þórarins- syni, skólastjóra á Eiðum, og Sigurbirni Snjólfssyni, bónda að Gils-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.