Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Side 121

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Side 121
KUMLAFUNDUR AÐ GILSÁRTEIGI í EIÐAÞINGHÁ 123 ræðir. Lengd milli gaflstrika var 164 sm og á milli hliðarstrika, sem voru bein og samsíða 31 sm. Yfir beinunum sáust víða leifar af þunnu svörtu lagi og allstaðar undir þeim. Það er því greinilegt, að um fullkomna líkkistu með loki er að ræða og að hún hefur trúlega verið með einföldu stokklagi. Kistan sneri með höfðaend- ann í norðvestur. Efri hluti beinagrindarinnar ásamt hauskúpunni lá á vinstri hlið, og vissi andlitið í norðaustur, horfði nær beint á Kollumúla. Kjálkinn var brotinn, en öll brotin voru til og að auki tvö brot úr hægri helming kjálkans úr syðri gröfinni, og er vart önnur skýring til á þessu en sú, að þau hafi verið látin þar af einhverjum þeirra, er tekið hefur hauskúpuna upp, eins og fyrr er vikið að. Hægri handleggur lá niður yfir síðuna, og nam hægri hönd efst við vinstri lærlegg og mjaðmarbein. Það var heldur grynnra á hægra mjaðmarbeininu en því vinstra, sem lá þannig, að augnakallið vissi niður, en á því hægra vissi það upp, og jafn- framt var það bein nokkru sunnar en það vinstra. Við hægra augna- kallið lá höfuð hægra lærleggs en það var brotið frá leggpípunni, sem lá dýpra en það og samsíða og jafndjúpt, en sunnan við vinstri lærlegg. Sömuleiðis lágu leggbeinin samsíða og jafndjúpt úr báðum fótleggjum, en neðsti endi allra leggbeinanna var brotinn frá, og fundust brotin ekki né nokkur bein fótanna utan lítilfjörlegar leif- ar, sem voru klesstar niður á kistubotninn. Vafalaust hefur allur hægri fótur legið ofar en sá vinstri, er líkið var lagt til í kistunni, en hefur síðar, þegar holdið fúnaði, sígið niður í kistubotninn og neðri hluti hans þá orðið á sama dýpi og sunnan við þann vinstri. Efri hluti hægra lærleggs hefur þó alltaf haldizt ofan á hægra mjaðmarbeini og við það komið til með að liggja á huldu og því brotnað af jarðvegsþunganum, er kistan fúnaði og féll saman eða e. t. v. eigi fyrr en jarðýtan fór yfir gröfina. Fæturna og neðri hluti leggbeinanna hefur jarðýtan eflaust numið brott. Beinin úr vinstri handlegg lágu klesst niður við kistubotn, alveg út við norð- austurhlið kistunnar, og milli hennar og neðri hluta upparmsbeins- ins fannst mathnífur, og vissi oddur hans að höfðagaflinum. Nokkrir molar af viöarkolum og rauðablástursgjalli fundust í gröfinni, en engir naglar. [ I Nú var aftur tekið til þar sem frá var horfið við að grafa út syðri beinagrindina, og kom þá brátt í Ijós, að hún var mikið úr lagi færð. Einu beinin er virtust vera í upprunalegri legu voru beinin úr vinstri handlegg og öxl (viðbein og herðablað),
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.