Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Side 121
KUMLAFUNDUR AÐ GILSÁRTEIGI í EIÐAÞINGHÁ
123
ræðir. Lengd milli gaflstrika var 164 sm og á milli hliðarstrika,
sem voru bein og samsíða 31 sm. Yfir beinunum sáust víða leifar
af þunnu svörtu lagi og allstaðar undir þeim. Það er því greinilegt,
að um fullkomna líkkistu með loki er að ræða og að hún hefur
trúlega verið með einföldu stokklagi. Kistan sneri með höfðaend-
ann í norðvestur. Efri hluti beinagrindarinnar ásamt hauskúpunni
lá á vinstri hlið, og vissi andlitið í norðaustur, horfði nær beint
á Kollumúla. Kjálkinn var brotinn, en öll brotin voru til og að auki
tvö brot úr hægri helming kjálkans úr syðri gröfinni, og er vart
önnur skýring til á þessu en sú, að þau hafi verið látin þar af
einhverjum þeirra, er tekið hefur hauskúpuna upp, eins og fyrr er
vikið að. Hægri handleggur lá niður yfir síðuna, og nam hægri
hönd efst við vinstri lærlegg og mjaðmarbein. Það var heldur
grynnra á hægra mjaðmarbeininu en því vinstra, sem lá þannig,
að augnakallið vissi niður, en á því hægra vissi það upp, og jafn-
framt var það bein nokkru sunnar en það vinstra. Við hægra augna-
kallið lá höfuð hægra lærleggs en það var brotið frá leggpípunni,
sem lá dýpra en það og samsíða og jafndjúpt, en sunnan við vinstri
lærlegg. Sömuleiðis lágu leggbeinin samsíða og jafndjúpt úr báðum
fótleggjum, en neðsti endi allra leggbeinanna var brotinn frá, og
fundust brotin ekki né nokkur bein fótanna utan lítilfjörlegar leif-
ar, sem voru klesstar niður á kistubotninn. Vafalaust hefur allur
hægri fótur legið ofar en sá vinstri, er líkið var lagt til í kistunni,
en hefur síðar, þegar holdið fúnaði, sígið niður í kistubotninn og
neðri hluti hans þá orðið á sama dýpi og sunnan við þann vinstri.
Efri hluti hægra lærleggs hefur þó alltaf haldizt ofan á hægra
mjaðmarbeini og við það komið til með að liggja á huldu og því
brotnað af jarðvegsþunganum, er kistan fúnaði og féll saman eða
e. t. v. eigi fyrr en jarðýtan fór yfir gröfina. Fæturna og neðri
hluti leggbeinanna hefur jarðýtan eflaust numið brott. Beinin úr
vinstri handlegg lágu klesst niður við kistubotn, alveg út við norð-
austurhlið kistunnar, og milli hennar og neðri hluta upparmsbeins-
ins fannst mathnífur, og vissi oddur hans að höfðagaflinum. Nokkrir
molar af viöarkolum og rauðablástursgjalli fundust í gröfinni, en
engir naglar. [ I
Nú var aftur tekið til þar sem frá var horfið við að grafa
út syðri beinagrindina, og kom þá brátt í Ijós, að hún var
mikið úr lagi færð. Einu beinin er virtust vera í upprunalegri
legu voru beinin úr vinstri handlegg og öxl (viðbein og herðablað),