Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Page 123

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Page 123
KUMLAFUNDUR AÐ GILSÁRTEIGI f EIÐAÞINGHÁ 125 grindarinnar. Klöppin sem upp úr stóð nú hefur eflaust varnað því, að bæði kumlin hafi sópazt burt með öllu, því á henni hefur jarðýtan steytt og hindrað að dýpra væri farið. í syðra kumlinu hefur verið jarðsett kona um þrítugt og 158 sm há, en í nyrðra kumlinu 24—25 ára gamall karlmaður um 174 sm að hæð. Hann hefur verið langhöfði (index 72,7) með frekar lítið og lágt höfuð. Þó að þessi kuml séu fátækleg að munum, þá veita þau nokkra vitneskju um þann þátt heiðinna greftrunarsiða að jarðsetja í lík- kistu, því svo var búið um nyrðra kumlið og að öllum líkindum einnig um það syðra. Áður eru aðeins kunn 3 kuml með líkkistu1) og því ekki vanþörf á fyllri upplýsingum um þennan sið. Athyglis- vert er, hvað kistan hefur verið lítil miðað við stærð mannsins, sem í henni hvíldi, enda hefur hann ekki rúmazt í henni nema á hlið og væntanlega eitthvað saman-knýttur, sé það rétt að lengd kistunnar hafi ekki verið meiri en 164 sm, en berlega kom það ekki fram á beinagrindinni. Um það verður nú ekki dæmt með vissu, hvort grafirnar hafi verið teknar ofan í náttúrlegan hól (Smiðju- hól) eða hann hafi verið orpinn haugur yfir þær, þó af lýsingunni á hólnum sé hið fyrra líklegra. Ennfremur verður nú eigi gengið úr skugga um það, hvort Smiðjuhóll hafi verið utan túns, eins og tíðast er um íslenzk kuml, eða ekki, þegar hann var valinn að leg- stæði. Þó að ekki hafi verið nema 100 m á milli Smiðjuhóls og bæjarhólsins og gengið sé út frá að bærinn hafi staðið þar einnig í fornöld, þá má vel vera að Smiðjuhóll hafi staðið utan túns þá, því trúlega hefur klapparraninn, sem hann stóð á, aldrei verið túnstæði. Auk líkkistunnar eiga íslenzku líkkistukumlin sammerkt um tvö önnur atriði. Þau vita öll með höfuð í vestur eða norðvestur og þau eru snauð af munum. I tveim þeirra fundust engir gripir og í þrem aðeins hnífur (og eru þá bæði Gilsárteigskumlin talin). Það er álit mitt, að í þessum þrem atriðum komi fram kristin áhrif á heiðna grafsiðu. 1) Kristján Eldjárn, Kuml og haugfé, bls. 210.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.