Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Síða 131
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1958
Breyting varð á starfsmannaliði safnsins á þessu ári. Friðrik
Ásmundsson Brekkan lézt hinn 22. apríl og hafði þá verið starfs-
maður stofnunarinnar síðan 1946. í hans stað var Þorkell Grímsson,
licencié-es-lettres, skipaður safnvörður frá 1. desember. Friðrik
Brekkan hafði alla tíð skrásetningu mannamynda sem aðalstarf,
og var hann að skrásetja plötusafn það, sem Sigríður Zoega hefur
gefið hingað, er hann lézt. Hinn nýi safnvörður mun fyrst um
sinn ekki halda þessari skráningu áfram, heldur taka til við að
skrá og lýsa safnauka síðustu 10 ára, sem saman hefur safnazt
án þess tími ynnist til að skrá jafnharðan. Mannamyndir til almenn-
ingsnota afgreiðir ritari safnsins, Kristín Thorlacius. — Um al-
menna safnvinnu er annars ekki annað að segja en hún hefur verið
með líku sniði og undanfarið. Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi
vann hér eins og áður nokkra mánuði sem aukamaður að viðgerðum
safngripa.
Þess skal getið, að þjóðminjavörður fékk á þessu ári leyfi ráðu-
neytisins til að þiggja boð Bandaríkjastjórnar að ferðast vestur um
haf, og dvaldist hann þar um 6 vikna skeið eða dagana 27. apríl
til 10. júní. Tíma sínum vestanhafs eyddi hann einkum til að skoða
söfn og kynna sér safntækni.
Sýningar og wðsókn. Safnið var opið reglulega 9 stundir á viku,
en ætíð var það sérstaklega opnað, þegar hópar gesta komu utan
sýningartíma og óskuðu þess af sanngirni að fá að skoða safnið,
og ber þetta einkar oft við um hópa erlendra ferðamanna. Fjöldi
talinna safngesta var á árinu 22047, og er það mesta aðsókn sem
nokkru sinni hefur verið. Alls voru haldnar 11 sérsýningar í boga-
salnum eða eins og hér segir: Reykjavíkurbær, skipulagssýning, 6.
—22. janúar. Einar Baldvinsson, málverkasýning, 25. jan.—2. febr.
Minningarsýning Sigurðar málara, 22. febr.—11. marz. Amerísk