Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 69

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 69
SKILDAHÚFA 73 silfri, sem kom í hlut Jóns Þorlákssonar, síðar sýslumanns í Beru- nesi. Er húfunni svo Iýst í skiptagerðinni: „skylldahufa med þremur VyraVirkiss skiolldum, hinum sliettum og þunnum hleypt uppa . . .“1S Þá er talin skildahúfa í skrá frá árinu 1674 um þá muni Margrétar Halldórsdóttur, frúar Brvnjólfs biskups Sveinssonar í Skálholti, er bræður hennar, Benedikt og Hallgrímur, fengu eftir hana látna. Erfði Hallgrímur meðal annars „Skylda húfu“ virta á þrjú og hálft hundrað. Var húfan tal'in fyrst í skránni um kvensilfur, sem hann fékk, en þeir bræður erfðu hvor um sig tuttugu og eitt hundráð í silfri og átta hundruð í fatnaði eftir systur sína.19 Þriðja heim- ildin er ekki um ákveðna húfu. f 2. erindi vikivakakvæðis í kvæða- bók, sem Magnús Jónsson digri í Vigur átti og talin er skrifuð að mestu um 1676—1677, er „skillda hufu“ getið: Samin klæðin af silki er, sérlegana vel það fer, skildahúfu á höfði ber, sú hárið flétta kann ... 20 Þykir líklegast, að kvæðið sé ekki eldra en frá um aldamótin 1600,21 en í því greinir meðal annars frá ýmsu kvenskarti: laufaprjónum, koffri, krossi og festi, og silfurlinda, auk skildahúfunnar, sem talin er fyrst. Engar heimildir um skildahúfur eru kunnar frá átjándu öld, að undanskilinni lýsingunni í ferðabók Sveins Pálssonar, sem þegar hefur verið gerð grein fyrir.22 Ekki er getið um skildahúfu í íslenzkum orðasöfnum, svo vitað sé, fyrr en í handriti frá árunum 1830—1840 í Landsbókasafni ís- lands. 23 Er húfan þar raunar nefnd skjaldhúfa („skial'dhúfa") en það heiti þekkist ekki fyrr, ef frá er talin danska orðmyndin skjold- hue, sem Sveinn Pálsson notar, eins og áður getur.24 Auk þess er aðeins vitað um orðið skjaldhúfa á einum stað öðrum, og er það dæmi heldur yngra en orðasafnið, en það er í grein árið 1857 um kvenbúninga á íslandi eftir Sigur'ð Guðmundsson málara.25 Skýring orðsins í orðasafninu er á latínu, en hljóðar svo í lauslegri þýðingu: „tvöfaldur dúkur með leggingum, kringlóttur með litlu opi, en í gegn- um það er broddinum á faldinum stungið, og skreytt með margvís- legum plötum úr silfri þeim megin, sem að enninu snýr, en á partin- um, sem snýr að hnakkanum, er í miðju kringlótt, stór plata. Ríkar brúðir nota þess konar skraut á brúðkaupsdegi sínum, en þessi siður er nú næstum af lagður hjá oss.“26
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.