Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Síða 69
SKILDAHÚFA
73
silfri, sem kom í hlut Jóns Þorlákssonar, síðar sýslumanns í Beru-
nesi. Er húfunni svo Iýst í skiptagerðinni: „skylldahufa med þremur
VyraVirkiss skiolldum, hinum sliettum og þunnum hleypt uppa . . .“1S
Þá er talin skildahúfa í skrá frá árinu 1674 um þá muni Margrétar
Halldórsdóttur, frúar Brvnjólfs biskups Sveinssonar í Skálholti,
er bræður hennar, Benedikt og Hallgrímur, fengu eftir hana látna.
Erfði Hallgrímur meðal annars „Skylda húfu“ virta á þrjú og
hálft hundrað. Var húfan tal'in fyrst í skránni um kvensilfur, sem
hann fékk, en þeir bræður erfðu hvor um sig tuttugu og eitt hundráð
í silfri og átta hundruð í fatnaði eftir systur sína.19 Þriðja heim-
ildin er ekki um ákveðna húfu. f 2. erindi vikivakakvæðis í kvæða-
bók, sem Magnús Jónsson digri í Vigur átti og talin er skrifuð að
mestu um 1676—1677, er „skillda hufu“ getið:
Samin klæðin af silki er,
sérlegana vel það fer,
skildahúfu á höfði ber,
sú hárið flétta kann ... 20
Þykir líklegast, að kvæðið sé ekki eldra en frá um aldamótin 1600,21
en í því greinir meðal annars frá ýmsu kvenskarti: laufaprjónum,
koffri, krossi og festi, og silfurlinda, auk skildahúfunnar, sem talin
er fyrst. Engar heimildir um skildahúfur eru kunnar frá átjándu
öld, að undanskilinni lýsingunni í ferðabók Sveins Pálssonar, sem
þegar hefur verið gerð grein fyrir.22
Ekki er getið um skildahúfu í íslenzkum orðasöfnum, svo vitað
sé, fyrr en í handriti frá árunum 1830—1840 í Landsbókasafni ís-
lands. 23 Er húfan þar raunar nefnd skjaldhúfa („skial'dhúfa") en
það heiti þekkist ekki fyrr, ef frá er talin danska orðmyndin skjold-
hue, sem Sveinn Pálsson notar, eins og áður getur.24 Auk þess er
aðeins vitað um orðið skjaldhúfa á einum stað öðrum, og er það
dæmi heldur yngra en orðasafnið, en það er í grein árið 1857 um
kvenbúninga á íslandi eftir Sigur'ð Guðmundsson málara.25 Skýring
orðsins í orðasafninu er á latínu, en hljóðar svo í lauslegri þýðingu:
„tvöfaldur dúkur með leggingum, kringlóttur með litlu opi, en í gegn-
um það er broddinum á faldinum stungið, og skreytt með margvís-
legum plötum úr silfri þeim megin, sem að enninu snýr, en á partin-
um, sem snýr að hnakkanum, er í miðju kringlótt, stór plata. Ríkar
brúðir nota þess konar skraut á brúðkaupsdegi sínum, en þessi siður
er nú næstum af lagður hjá oss.“26