Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 76

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 76
ÞORKELL GRIMSSON og ÞORLEIFUR EINARSSON FORNMINJAR I REYKJAVÍK OG ALDURSGREININGAR Ráða má af íslendingabók Ara fróða, að Ingólfur Arnarson komi út hingað til að setjast að árið 870. Var þetta önnur ferð hans til íslands, en nokkru áður litaðist hann hér um í leit byggilegs svæðis. Að sögn Landnámu dvelst Ingólfur sinn veturinn hvern að Ingólfs- höfða, Hjörleifshöfða og undir Ingólfsfjalli, og eftir það gerir hann sér bæ í Reykjavík. Nokkuð greinir menn á um, hvar bústaður hans muni reistur. Eftir einni tilgátu er það á Arnarhóli, enda fundust öndvegissúlurnar, sem Ingólfur varpar í sjóinn, reknar á fjöru þar, að því er sagan hermir. Flestir virðast samt álíta, að telja megi bæjarstæðið við Aðalstræti vestanvert, og gegnt kirkj- unni fornu, en hún var um aldaraðir í skrúðgarðinum, fyrrum kirkju- garði, austan við götu þessa. Loks benda menn á, að það muni geta ver- ið nokkru sunnar, eða þar sem Brúnsbær stóð áður, lítið býli á grund- unum norðan og vestan Tjarnar, þar sem nú er Tjarnargata 4. Fyrstu minjar, sem athugunar njóta, komu í ljós við gröft fyrir húsinu að Tjarnargötu 4. Segir nánar frá því hér á eftir. Hefur fundur þessi glætt áhuga manna á að fá úr því skorið, hvar Ingólfur muni hafa valið bæ sínum stað í öndverðu. Til kemur og, að 1974 heldur þjóðin hátíðlegt 1100 ára afmæli byggðar í landi sínu, og má því æskilegt þykja, að leifar bæjarins finnist. Menningarsöguleg sjónarmið og aðhlynning hvers kyns minja þurfa að sjálfsögðu að njóta viðurkenningar. Af þessum sökum tóku greinarhöfundar að sér að kanna útbreiðslu mannvistarleifa við Aðalstræti. Mun freistað að skýra hér frá árangri þessarar könnunar og eldri rannsóknum. Fornleifar að Tjarnargötu U. Vorið 1944 þokaði gamalt timbur- hús á lóðinni nr. 4 við Tjarnargötu, er grafinn var grunnur að nýju húsi fyrir Steindórsprent, liðlega tveggja metra djúpur. Fundust þarna ýmsar mannvistarleifar, sem vörpuðu nýstárlegu ljósi á sögu byggðar í landinu. Fræðimenn fylgdust með greftinum, og í greinar-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.