Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 86

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 86
90 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS nokkuð á áðkomuefnum í honum, sennilega húmusefnum, sem ættuð eru úr mónum, sem kurlin lágu í. Aldur kurlsins reyndist vera: 1190 ± 90 B. P., þ. e. 760 e. Kr. Kurlið hefur greiningarnúmer U-2167. Stuðzt var við helmingatím- ann 5570 ár. Viðurinn í kurlinu er því vaxinn um 760 e. Kr. Hann mun vart vera eldri en frá 670, né yngri en frá 850. Aldurinn er nokkru hærri en búizt var við, sennilega vegna húmusefna, sem smogið hafa inn í viðinn úr mónum. íslenzkt birki mun geta orðið um 100 ára gamalt. Hér er þó um grein eða lítinn sprota að ræða, sem vart mun hafa verið svo gamall, þegar hann var höggvinn. Okkur þykir þó sennilegt, að einhverjir hinna fyrstu ábúenda Reykjavíkur hafi farið höndum um kurl'ið, líkt og lerki- spóninn. Niðurstöður skulu nú dregnar saman um sögu þá, er menn heimtu úr jörð að Tjarnargötu 4. í botni grunns kom alls staðar upp möl (lag A, J. Á.), og var yfirborð hennar í um tveggja metra dýpi. Sést hér malarlag, sem ligg- ur undir kvosinni í miðbæ Reykjavíkur og hefur þykkt þess mælzt allt að 14 m. Um er að ræða fornt malarrif, sem brim hefur rótað upp. í mölinni er víða mikið um skeljabrot. Lón varð til fyrir innan og er þar nú Tjörnin í Reykjavík. Malarrifið tók að myndast í byrjun nútíma, þegar sjávarstaða var orðin lík og nú, þ. e. fyrir um 9000— 10 000 árum. Síðan hefur það breikkað smám saman norður og gróið upp jafnóðum. Um landnám gat þarna sennilega að líta víð- áttumikið valllendi. Ofan á malarlaginu greindi Jóhannes Áskelsson örþunna rauða- flettu (lag B, J. Á.), en slík mýrarauðalög eru algeng undir jarð- vegi. Enn ofar kemur svo fram brúnt leirlag, 22 sm á þykkt. Af lýsingu Jóhannesar verður ekki ráðið, hvernig það myndast, en halda má þetta fornan þurrlendisjarðveg, svo sem plönturæksnin svörtu benda til. Meðan á grefti stóð, var þó talið, að um forna tjarnareðju væri að ræða, enda mun oft á tíðum næsta erfitt að greina vatnsósa fokjarðveg frá henni. Þetta lag er sennilega orðið til fyrir landnám. Yfir þessu lagi sást svo 68 sm þykkt mókennt lag (D), og mikið í því um kurl, spýtur, höggspæni, dýrabein og loks talsvert um forna muni. Virðist mega ráða af aldri lerkispónsins, að mólagið taki að myndast um svipað leyti éða nokkru áður en byggð hefst í Reykja- vík, enda mun lerkiviðurinn, sem spónninn er úr, vart til landsins
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.