Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Blaðsíða 86
90
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
nokkuð á áðkomuefnum í honum, sennilega húmusefnum, sem ættuð
eru úr mónum, sem kurlin lágu í. Aldur kurlsins reyndist vera:
1190 ± 90 B. P., þ. e. 760 e. Kr.
Kurlið hefur greiningarnúmer U-2167. Stuðzt var við helmingatím-
ann 5570 ár. Viðurinn í kurlinu er því vaxinn um 760 e. Kr. Hann
mun vart vera eldri en frá 670, né yngri en frá 850.
Aldurinn er nokkru hærri en búizt var við, sennilega vegna
húmusefna, sem smogið hafa inn í viðinn úr mónum. íslenzkt birki
mun geta orðið um 100 ára gamalt. Hér er þó um grein eða lítinn
sprota að ræða, sem vart mun hafa verið svo gamall, þegar hann
var höggvinn. Okkur þykir þó sennilegt, að einhverjir hinna fyrstu
ábúenda Reykjavíkur hafi farið höndum um kurl'ið, líkt og lerki-
spóninn.
Niðurstöður skulu nú dregnar saman um sögu þá, er menn heimtu
úr jörð að Tjarnargötu 4.
í botni grunns kom alls staðar upp möl (lag A, J. Á.), og var
yfirborð hennar í um tveggja metra dýpi. Sést hér malarlag, sem ligg-
ur undir kvosinni í miðbæ Reykjavíkur og hefur þykkt þess mælzt
allt að 14 m. Um er að ræða fornt malarrif, sem brim hefur rótað
upp. í mölinni er víða mikið um skeljabrot. Lón varð til fyrir innan
og er þar nú Tjörnin í Reykjavík. Malarrifið tók að myndast í byrjun
nútíma, þegar sjávarstaða var orðin lík og nú, þ. e. fyrir um 9000—
10 000 árum. Síðan hefur það breikkað smám saman norður og
gróið upp jafnóðum. Um landnám gat þarna sennilega að líta víð-
áttumikið valllendi.
Ofan á malarlaginu greindi Jóhannes Áskelsson örþunna rauða-
flettu (lag B, J. Á.), en slík mýrarauðalög eru algeng undir jarð-
vegi. Enn ofar kemur svo fram brúnt leirlag, 22 sm á þykkt. Af
lýsingu Jóhannesar verður ekki ráðið, hvernig það myndast, en
halda má þetta fornan þurrlendisjarðveg, svo sem plönturæksnin
svörtu benda til. Meðan á grefti stóð, var þó talið, að um forna
tjarnareðju væri að ræða, enda mun oft á tíðum næsta erfitt að
greina vatnsósa fokjarðveg frá henni. Þetta lag er sennilega orðið
til fyrir landnám.
Yfir þessu lagi sást svo 68 sm þykkt mókennt lag (D), og mikið
í því um kurl, spýtur, höggspæni, dýrabein og loks talsvert um
forna muni. Virðist mega ráða af aldri lerkispónsins, að mólagið taki
að myndast um svipað leyti éða nokkru áður en byggð hefst í Reykja-
vík, enda mun lerkiviðurinn, sem spónninn er úr, vart til landsins