Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Side 96

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Side 96
100 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS lega ljóst. Áðurnefndar íslenzkar heimildir hafa fyrri fræðimenn margir hverjir notað án allrar sögurýni, áðrir hafa að vísu hreinsað til og dæmt úr leik margt, sem bersýnilega hefur ekkert heimildar- gildi, en Olsen reiðir öxina að rótum trjánna rækilegar en áður hafa þekkzt dæmi til. Hinn slyngi sláttumaður sveiflar ljá heimildarýn- innar af fullkomnu miskunnarleysi, og grösin falla unnvörpum. Hér á hann erindi við íslenzka fræðimenn. 2. Annar kafli bókarinnar fjallar um hinar norrænu rituðu heimildir. Fyrst snýst höf. við Islendingasögum og reynir að gera sér ljóst, hvort þær standist gagnrýni sem sögulegar heimildir. Ber þar margt á góma, en sérstök áherzla er lögð á það, að Islendingasögur eru ekki skráðar fyrr en á 13. öld eða um það bil þremur öldum eftir að atburð- ir þeir eiga að hafa gerzt, sem þær f j alla um. Þáð verður því ekki um- flúið, að þær hljóta að deila kjörum með öðrum munnmælasögum að svo miklu leyti sem þær eru ekki tilbúningur höfunda frá rótum. í þessu sambandi sendir Olsen íslenzkum sagnfræðingum dálítið skeyti. Kveður hann sagnfræðinga á Norðurlöndum fyrir löngu hafa áttað sig á fallvaltleik íslenzkra fornrita sem heimilda að sögu Norð- urlanda á víkingaöld, en hins vegar skorti mjög á, að íslenzkir sagn- fræðingar hafi gert hið sama að því er tekur til sögu Islands sjálfs. „Rækilegt endurskoðunarstarf er hér fyrir höndum“, segir hann. Af öllu eðli íslendingasagna leiðir, að óleyfilegt er að nota þær sem heim- ildir að atburðasögu víkingaaldar, nema að svo miklu leyti sem þær fá stuðning af öðrum og betri heimildum. Sönnunarskyldan hvílir á þeim, sem vill nota aðrar eins heimildir og Islendingasögur, en ekki hinum, sem hafnar þeim. Síðan spyr Olsen: Úr því að Islendingasögur eru lítt nothæfar heimildir að atburðasögu, er þá ástæða til að halda að þær séu betri heimildir um trúarsöguleg efni? Margir fræðimenn hafa notað allar slíkar heimildir gagnrýnis- laust, en Olsen bendir á, hve fráleitt það sé, að menn á 13. öld, um- luktir hugarheimi kristinnar kirkju, hafi getað haft nokkrar hald- góðar hugmyndir um heiðna trúarsiði frá því fyrir 1000. Þeir hafa að vísu þekkt ýmislegan heiðinn lággróður, sem hélzt í hjátrú og þjóð- trú löngu eftir að heiðinn siður leið undir lok, og sést það t. d. í lög- bókum, sem hafa viðurlög við áð blóta vættir og fara með ýmsa slíka siði, sem ættaðir eru úr forneskju. En raunverulegt opinbert helgi- hald með blótveizlum hlaut að leggjast niður undir eins eftir trúar-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.