Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Síða 96
100
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
lega ljóst. Áðurnefndar íslenzkar heimildir hafa fyrri fræðimenn
margir hverjir notað án allrar sögurýni, áðrir hafa að vísu hreinsað
til og dæmt úr leik margt, sem bersýnilega hefur ekkert heimildar-
gildi, en Olsen reiðir öxina að rótum trjánna rækilegar en áður hafa
þekkzt dæmi til. Hinn slyngi sláttumaður sveiflar ljá heimildarýn-
innar af fullkomnu miskunnarleysi, og grösin falla unnvörpum. Hér
á hann erindi við íslenzka fræðimenn.
2.
Annar kafli bókarinnar fjallar um hinar norrænu rituðu heimildir.
Fyrst snýst höf. við Islendingasögum og reynir að gera sér ljóst, hvort
þær standist gagnrýni sem sögulegar heimildir. Ber þar margt á
góma, en sérstök áherzla er lögð á það, að Islendingasögur eru ekki
skráðar fyrr en á 13. öld eða um það bil þremur öldum eftir að atburð-
ir þeir eiga að hafa gerzt, sem þær f j alla um. Þáð verður því ekki um-
flúið, að þær hljóta að deila kjörum með öðrum munnmælasögum
að svo miklu leyti sem þær eru ekki tilbúningur höfunda frá rótum.
í þessu sambandi sendir Olsen íslenzkum sagnfræðingum dálítið
skeyti. Kveður hann sagnfræðinga á Norðurlöndum fyrir löngu hafa
áttað sig á fallvaltleik íslenzkra fornrita sem heimilda að sögu Norð-
urlanda á víkingaöld, en hins vegar skorti mjög á, að íslenzkir sagn-
fræðingar hafi gert hið sama að því er tekur til sögu Islands sjálfs.
„Rækilegt endurskoðunarstarf er hér fyrir höndum“, segir hann. Af
öllu eðli íslendingasagna leiðir, að óleyfilegt er að nota þær sem heim-
ildir að atburðasögu víkingaaldar, nema að svo miklu leyti sem þær
fá stuðning af öðrum og betri heimildum. Sönnunarskyldan hvílir á
þeim, sem vill nota aðrar eins heimildir og Islendingasögur, en ekki
hinum, sem hafnar þeim.
Síðan spyr Olsen: Úr því að Islendingasögur eru lítt nothæfar
heimildir að atburðasögu, er þá ástæða til að halda að þær séu betri
heimildir um trúarsöguleg efni?
Margir fræðimenn hafa notað allar slíkar heimildir gagnrýnis-
laust, en Olsen bendir á, hve fráleitt það sé, að menn á 13. öld, um-
luktir hugarheimi kristinnar kirkju, hafi getað haft nokkrar hald-
góðar hugmyndir um heiðna trúarsiði frá því fyrir 1000. Þeir hafa að
vísu þekkt ýmislegan heiðinn lággróður, sem hélzt í hjátrú og þjóð-
trú löngu eftir að heiðinn siður leið undir lok, og sést það t. d. í lög-
bókum, sem hafa viðurlög við áð blóta vættir og fara með ýmsa slíka
siði, sem ættaðir eru úr forneskju. En raunverulegt opinbert helgi-
hald með blótveizlum hlaut að leggjast niður undir eins eftir trúar-