Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 104

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 104
108 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS gerðar hafa verið fleiri fornleifarannsóknir á hugsanlegum hof- stöðum. Mikilvægi hofsins á Hofstöðum verður enn bersýnilegra, þegar þess er gætt, að auk þess að standa eitt eftir af öllum íslenzkum hofum, á það sér engan líka og ekkert sambærilegt neins staðar. f öðrum ger- mönskum löndum eru engin helgihús frá heiðni þekkt. Þær örfáu til- gátur um slíkt í uppgröftum eru að engu hafandi, svo að Olsen þykir þær ekki umræðuverðar. Hins vegar ræðir hann allítarlega þær hug- myndir sumra fræðimanna að viss höfúðatriði í gerð elztu stafkirkn- anna séu arfur frá heiðnum helgistöðum, einkum það, að fjórir höfúð- stafir bera uppi kjarna byggingarinnar. Erlendar fyrirmyndir að þessu fyrirkomulagi eða byggingarmáta hafa ekki fundizt, og því telur Olsen hugsanlegt, að þarna hafi stafkirkjurnar tekið við gömlum norrænum arfi. Kveður hann ekki ólíklegt, að þarna eimi eftir af húsum þeim, sem hann hafði fyrr í bókinni talið líklegt, að reist hafi verið yfir hörga, og er áður að því vikið. Allt er þetta þó harla ágizkunarkennt, enda viðurkennir Olsen það. f heild eru þá niðurstöður þessa kafla bókarinnar heldur neikvæðar eins og í hinum fyrri köflum bókarinnar. Heimildum, sem áður hefur verið byggt á, er nú unnvörpum rutt í burt og þeim varpað út í yztu myrkur. Og jafnvel það litla, sem eftir stendur, er engan veginn neitt hellubjarg á að byggja. Manni getur fundizt, að hlífð höfundar við tóftina á Hofstöðum og hugmynd hans um eitthvað af eðli hörgabygg- inga í stafkirkjunum, sé nánast sagt hik hans á yztu nöf, hann skirr- ist við að stíga síðasta skrefið og dæma allar heimildir ónýtar bæði sögulegs og fornleifal'egs eðlis, og kveða svo upp þann dóm, að við verðum að horfast í augu við þá stáðreynd, að við vitum ekkert, alls ekkert, um helgihús forfeðra vorra fyrir kristnitöku. En svona langt fer hann ekki, enda mun einhverjum finnast nógu langt gengið samt, og enn munu þessi mál lengi verða til umræðu. 6. Þegar hér er komið sögu, hverfur höfundurinn aftur í síðasta kafla bókarinnar að því, sem hann nefndi í upphafi, að væri megintilgangur rannsóknarinnar, að kanna hugsanlegt samband milli heiðinna helgi- staða eða jafnvel helgihúsa og svo hinna fyrstu kristnu kirkjubygg- inga. Er þar einkum Danmörk höfð í huga. Sú trú er römm í Dan- mörku og reyndar víðar, að kirkjur hafi mjög oft verið reistar á grunni heiðinna helgihúsa eða jafnvel a'ð þau hafi verið gerð að kirkj-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.