Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Síða 104
108
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
gerðar hafa verið fleiri fornleifarannsóknir á hugsanlegum hof-
stöðum.
Mikilvægi hofsins á Hofstöðum verður enn bersýnilegra, þegar þess
er gætt, að auk þess að standa eitt eftir af öllum íslenzkum hofum,
á það sér engan líka og ekkert sambærilegt neins staðar. f öðrum ger-
mönskum löndum eru engin helgihús frá heiðni þekkt. Þær örfáu til-
gátur um slíkt í uppgröftum eru að engu hafandi, svo að Olsen þykir
þær ekki umræðuverðar. Hins vegar ræðir hann allítarlega þær hug-
myndir sumra fræðimanna að viss höfúðatriði í gerð elztu stafkirkn-
anna séu arfur frá heiðnum helgistöðum, einkum það, að fjórir höfúð-
stafir bera uppi kjarna byggingarinnar. Erlendar fyrirmyndir að
þessu fyrirkomulagi eða byggingarmáta hafa ekki fundizt, og því
telur Olsen hugsanlegt, að þarna hafi stafkirkjurnar tekið við gömlum
norrænum arfi. Kveður hann ekki ólíklegt, að þarna eimi eftir af
húsum þeim, sem hann hafði fyrr í bókinni talið líklegt, að reist
hafi verið yfir hörga, og er áður að því vikið. Allt er þetta þó harla
ágizkunarkennt, enda viðurkennir Olsen það.
f heild eru þá niðurstöður þessa kafla bókarinnar heldur neikvæðar
eins og í hinum fyrri köflum bókarinnar. Heimildum, sem áður hefur
verið byggt á, er nú unnvörpum rutt í burt og þeim varpað út í yztu
myrkur. Og jafnvel það litla, sem eftir stendur, er engan veginn neitt
hellubjarg á að byggja. Manni getur fundizt, að hlífð höfundar við
tóftina á Hofstöðum og hugmynd hans um eitthvað af eðli hörgabygg-
inga í stafkirkjunum, sé nánast sagt hik hans á yztu nöf, hann skirr-
ist við að stíga síðasta skrefið og dæma allar heimildir ónýtar bæði
sögulegs og fornleifal'egs eðlis, og kveða svo upp þann dóm, að við
verðum að horfast í augu við þá stáðreynd, að við vitum ekkert, alls
ekkert, um helgihús forfeðra vorra fyrir kristnitöku. En svona langt
fer hann ekki, enda mun einhverjum finnast nógu langt gengið samt,
og enn munu þessi mál lengi verða til umræðu.
6.
Þegar hér er komið sögu, hverfur höfundurinn aftur í síðasta kafla
bókarinnar að því, sem hann nefndi í upphafi, að væri megintilgangur
rannsóknarinnar, að kanna hugsanlegt samband milli heiðinna helgi-
staða eða jafnvel helgihúsa og svo hinna fyrstu kristnu kirkjubygg-
inga. Er þar einkum Danmörk höfð í huga. Sú trú er römm í Dan-
mörku og reyndar víðar, að kirkjur hafi mjög oft verið reistar á
grunni heiðinna helgihúsa eða jafnvel a'ð þau hafi verið gerð að kirkj-