Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 139
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1968
143
Elsa E. Guðjónsson: Með silfurbjarta nál (um gamla íslenzka kross-
sauminn). 22. okt.
Dr. Kristján Eldjárn: Grænlandssýningin. 19. nóv.
Þór Maynússon: Nóttin var sú ágæt ein (um helgimyndir tengdar
jólunum). 25. des.
Þessir þættir mælast mjög vel fyrir, enda er reynt að setja efnið
fram við hæfi almennings hverju sinni. Greinilegt er, að ýmiss kon-
ar þjóðlegt efni er jafnan kærkomið hjá fólki, en í þáttunum hefur
jafnframt verið reynt að sýna hluti sem ekki eru almennt til sýnis
í safninu og skýra sögu þeirra og eðli, eða sýna horfna hluti og
vinnubrögð, sem leita verður annarra heimilda um.
Á árinu var lokið við að breyta geymslunum á austanverðri neðstu
hæð hússins í vinnustofur, og íengust þar þrjú prýðileg vinnuher-
bergi fyrir safnverði. Voru keypt þangað ný skrifborð, og rættist
með þessari ráðstöfun mjög úr vinnuaðstöðu safnvarðanna, sem
hefur lengi verið slæm vegna skorts á húsrými. Herbergi þau í
vesturhluta hússins, sem Eðlisfræðistofnunin hafði síðast til um-
ráða, voru tekin undir geymslur og fengnar stálhillur í eitt þeirra
til að geyma á hluti. Eru geymsluhlutir nú mun aðgengilegri en
áður, en samt mun þessi ráðstöfun ekki nægja nema um skamma
hríð, og mun innan nokkurra ára sækja í sama horfið með skort á
geymslum fyrir safngripi. Mjög stóra hluti er vart hægt að geyma
í húsinu, og þyrfti að afla geymslu annars staðar fyrir slíka hluti.
Til dæmis er ekki hægf að taka fleiri báta til varðveizlu eins og
sakir standa vegna þess, að skýli eru engin yfir þá.
í vesturhluta hússins á neðstu hæð, þar sem áður hafði verið
Eðlisfræðistofnunin, var innréttaður dálítill eldtraustur klefi sem
geymsla fyrir skjöl og annað dýrmætt, svo sem kvikmyndafilmur,
segulbönd og hljómplötur. Við árslok var hún þó ekki komin í það
lag, sem þyrfti, og skortir þar enn á, að lækka þarf hitastigið í
klefanum ef vel ætti að vera, en til þess þarf allmikinn útbúnað, sem
er alldýr og erfitt fyrir að koma.
Þá var íbúð þjóðminjavarðar máluð og lagfærð Iítils háttar, og
nokkuð var einnig málað í sýningarsölum.
Um vorið voru fengnir menn frá eldvarnaeftirlitinu til að skoða
allt húsið með tilliti til eldhættu. Reynt hefur verið á undanförnum
árum að láta fylgjast vel með öllum rafleiðslum, svo að ekki staf-
aði frá þeim hætta, en kröfur allar um eldvarnaeftirlit eru nú meiri