Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Side 147
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1968
151
Eins og fyrr segir hefur Árni Björnsson verið settur safnvörður
við þjóðháttadeildina frá 1. janúar 1969. Munu því störf við deildina
hefjast af fullum krafti að nýju upp úr áramótum.
Þess má og geta, að Hallfreður Örn Eiríksson cand. mag. hefur að
undanförnu haft nokkra starfsaðstöðu í húsakynnum Þjóðminjasafns-
ins, en annars vinnur hann söfnunarstarf sitt einvörðungu á vegum
Handritastofnunar Islands nú orðið. Þessi fyrirgreiðsla verður þó
aðeins þar til hið nýja hús Handritastofnunar, Árnagarður, verður
tekið í notkun, sem væntanlega verður á komandi ári.
Örnefnasöfnun.
Örnefnasöfnun var haldið áfram með svipuðum hætti og áður, en
um hana skal vísað til skýrslu Svavars Sigmundssonar cand. mag.,
sem f er hér á ef tir:
„Framan af ári var enginn fastur maður við örnefnasöfnun, en
haldið var áfram söfnun í einstökum hreppum.
Eiríkur Einarsson hélt áfram söfnun í Ölfusi utanverðu, og Þórður
Jóhannesson kennari hóf að safna í austanverðri sveitinni. Ingólfur
Einarsson hélt áfram endurskoðun í Landsveit. Páll H. Jónsson end-
urskoðaði skrár Ara Gíslasonar um Reykjadal í S-Þing., og varð því
verki ekki lokið. Guðlaugur R. Guðmundsson hélt áfram endurskoðun
í Reykjavík á vegum borgaryfirvalda. Gísli Sigurðsson í Hafnarfirðí
safnaði örnefnum í Selvogi og lauk þeirri söfnun.
Sumarmánuðina júní—ágúst var undirritaður í starfi hjá safninu,
og var þá m. a. unnið að endurskoðun í S.-Þing. og farið um Tjörnes
og Reykjahverfi og víðar um sýsluna í því skyni. Er endurskoðun
lokið í sýslunni að undanteknum fáum bæjum í Reykjadal.
Þá voru og skráð mið á Skjálfanda. Haldið var áfram endurskoð-
un á Kjalarnesi og í Mosfellssveit, einnig í Krísuvík, en þar voru ör-
nefni færð á kort með aðstoð Ólafs Þorvaldssonar.
Sigurjón Þ. Erlingsson lauk söfnun í Gaulverjabæjarhreppi.
Auk þessa hafa stöku bæir verið endurskoðaðir hér og þar, þegar
tækifæri hafa gefizt.
Gísli Sigurðsson á Dröngum skilaði safni um nokkrar eyjar úti
fyrir Skógarströnd.
Á vegum safnsins var einnig unnið að vélritun á örnefnaskrám
Stefáns Einarssonar úr Eiðaþinghá og Skriðdal, fyrir Sögufélag
Austfirðinga með endurskoðun fyrir augum. Einnig var vélritað
safn úr Borgarfirði eystra í sama skvni.“
Svavar Sigmundsson.