Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 147

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 147
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1968 151 Eins og fyrr segir hefur Árni Björnsson verið settur safnvörður við þjóðháttadeildina frá 1. janúar 1969. Munu því störf við deildina hefjast af fullum krafti að nýju upp úr áramótum. Þess má og geta, að Hallfreður Örn Eiríksson cand. mag. hefur að undanförnu haft nokkra starfsaðstöðu í húsakynnum Þjóðminjasafns- ins, en annars vinnur hann söfnunarstarf sitt einvörðungu á vegum Handritastofnunar Islands nú orðið. Þessi fyrirgreiðsla verður þó aðeins þar til hið nýja hús Handritastofnunar, Árnagarður, verður tekið í notkun, sem væntanlega verður á komandi ári. Örnefnasöfnun. Örnefnasöfnun var haldið áfram með svipuðum hætti og áður, en um hana skal vísað til skýrslu Svavars Sigmundssonar cand. mag., sem f er hér á ef tir: „Framan af ári var enginn fastur maður við örnefnasöfnun, en haldið var áfram söfnun í einstökum hreppum. Eiríkur Einarsson hélt áfram söfnun í Ölfusi utanverðu, og Þórður Jóhannesson kennari hóf að safna í austanverðri sveitinni. Ingólfur Einarsson hélt áfram endurskoðun í Landsveit. Páll H. Jónsson end- urskoðaði skrár Ara Gíslasonar um Reykjadal í S-Þing., og varð því verki ekki lokið. Guðlaugur R. Guðmundsson hélt áfram endurskoðun í Reykjavík á vegum borgaryfirvalda. Gísli Sigurðsson í Hafnarfirðí safnaði örnefnum í Selvogi og lauk þeirri söfnun. Sumarmánuðina júní—ágúst var undirritaður í starfi hjá safninu, og var þá m. a. unnið að endurskoðun í S.-Þing. og farið um Tjörnes og Reykjahverfi og víðar um sýsluna í því skyni. Er endurskoðun lokið í sýslunni að undanteknum fáum bæjum í Reykjadal. Þá voru og skráð mið á Skjálfanda. Haldið var áfram endurskoð- un á Kjalarnesi og í Mosfellssveit, einnig í Krísuvík, en þar voru ör- nefni færð á kort með aðstoð Ólafs Þorvaldssonar. Sigurjón Þ. Erlingsson lauk söfnun í Gaulverjabæjarhreppi. Auk þessa hafa stöku bæir verið endurskoðaðir hér og þar, þegar tækifæri hafa gefizt. Gísli Sigurðsson á Dröngum skilaði safni um nokkrar eyjar úti fyrir Skógarströnd. Á vegum safnsins var einnig unnið að vélritun á örnefnaskrám Stefáns Einarssonar úr Eiðaþinghá og Skriðdal, fyrir Sögufélag Austfirðinga með endurskoðun fyrir augum. Einnig var vélritað safn úr Borgarfirði eystra í sama skvni.“ Svavar Sigmundsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.