Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Side 149
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1968
158
framkvæmd í Glaumbæ, en á þeirri viðgerð hafði verið byrjað árið
áður. Önnuðust það verk þeir Njáll Guðmundsson og Theodór Daní-
elsson, sem sáu um viðgerð Grenjaðarstaðarbæjarins og viðgerðina á
Glaumbæ 1967. Fer skýrsla þeirra um viðgerðina hér á eftir:
„Miðvikud. 12. júní var lagt af stað. Fimmtudagurinn fór í að koma
sér fyrir, en á föstud. var byrjað að rífa þak af Litlabúri. Reyndust
viðir allir í þakinu grautfúnir og einskis nýtir. Þá var ráðizt á þak
Langabúrs og því gerð sömu skil. Var nú tekið til við að aka burt rofi
og mold úr þeim veggjum, sem endurnýja þurfti. Þeir voru: Veggur
milli Langabúrs og Suðurdyrahúss tekinn allur. Veggur milli Langa-
búrs og Litlabúrs að hálfu leyti, þ. e. stæðan milli húsanna er svo
þykk, að ekki þótti ástæða til að fjarlægja hana alla, heldur ca 1,30 m.
Þá var veggur milli Gusu og Báðstofu rifinn og fúaefninu ekið burt.
— Nú var reiknað út, hve mikið efni þyrfti til að endurbyggja allt
það, sem rifið hafði verið, og var Ingólfur Nikódemusson fenginn til
aðstoðar við þau heilabrot. Var áætlað, að um 900 klömbrur þyrfti
auk þeirra 150 hnausa, sem til voru frá fyrra ári. Þurfti því að stinga
allmikið til viðbótar við það, sem stungið hafði verið áður en við
komum norður. Það verk annaðist Gunnlaugur í Hátúni.
Undan öllum veggjum, sem rifnir voru, var grafið frá 50—80 sm
niður fyrir gólfflöt og fyllt með grjóti, sem flutt var frá Djúpár-
eyrum. Þegar þessu var lokið var hafizt handa að byggja veggina.
Fyrst var notuð klambran frá í fyrra, því að hún var vel þurr, en
hin nýstungna enn of blaut. Var svo unnið að veggjahleðslunni svo
sem kraftar leyfðu og klambran þornaði, unz þeir allir voru komnir
í fulla hæð og yfirgerð gat hafizt.
Að trésmíði og yfirgerð húsanna vann með okkur Stefán Frið-
riksson. Var notaður rekaviður, sagaður, klofinn eða óunninn. Síðan
voru húsin tyrfð tvöföldu torfi, en plastdúkur og mold milli laga. Auk
þess skárum við ofan af þriðjungi á aðalgöngum og göngum inn í Gusu,
Langabúr og Suðurdyr, hlóðum ofan á veggi og lagfærðum til jafns
við þann hluta ganganna, sem tekinn hafði verið fyrir nokkrum ár-
um, og gerðum yfir á sama hátt og þökin. Plastdúkur var settur í
öll sund, sem hreyfð voru og þakin með mold og tyrft yfir. Stoðir í
aðalgöngum, sem áður hvíldu á tréhæl, sem rekinn var í vegginn, voru
nú lengdar og látnar hvíla á traustri undirstöðu. Gluggar allir á um-
ræddum húsum reyndust ónýtir og nýir settir í þeirra stað. — Að
síðustu voru þeir klömbruhnausar, er eftir voru, notaðir til þess að
lagfæra kamp áð utan milli Litlabúrs og framhúsa, lóðin síðan vand-