Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Side 152
156
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
og baðstofan, sem sett voru upp í safninu á Reykjum, hafa vakið
mjög mikla athygli, og á þennan hátt verður viðhald þeirra hverfandi,
en á þetta má þó ekki líta sem neina lausn á varðveizlu heilla bæja eða
afsökun fyrir niðurrifi þeirra. í þessum tilfellum verða húsin að-
eins einstakir safngripir, sem fá aðeins notið sín að innanverðu, en
engu að síður verður að leggja fullt kapp á verndun bæjarheilda.
Á árinu þokaði nokkuð viðgerð Kirkjuhvammskirkju í Vestur-
Húnavatnssýslu, sem áður hefur verið minnzt á í skýrslum. Hún er
enn ekki á vegum safnsins, heldur hefur verið gert við hana fyrir
samskotafé, en á þessu ári var lokið við að mála kirkjuna utan og
gert við kórbita. Eftir er þá aðeins að afla bekkja 1 kirkjuna, en að
einhverju leyti má nota gömlu bekkina, sem var að vísu búið að
farga úr kirkjunni og sundra að miklu leyti.
Þótt kirkjan sé ef til vill ekki meðal hinna merkustu timburkirkna
að gerð, er hún samt ágætt dæmi um sveitakirkju frá síðustu ára-
tugum 19. aldar (smíðuð 1882), en þeim fækkar nú óðum og þarf að
stemma stigu við eyðileggingu þeirra í stórum stíl, sem virðist þó
nokkur hætta á. — Má geta þess hér, að á árinu átti þjóðminjavörður
viðræður við húsameistara ríkisins um verndun Þingvallakirkju, og er
áformað að taka það mál til rækilegrar yfirvegunar að vori, enda er
hún mikill dýrgripur, sem ekki má eyðileggja.
Gísli Gestsson hafði sem fyrr eftirlit með bænhúsinu að Núpsstað,
og fór hann þangað austur tvívegis til smávegis lagfæringa.
Farið var tvívegis að Stöng í Þjórsárdal. Hinn 19. júní voru húsin
hreinsuð og lagfærð eftir veturinn, en ljóst er, að á næsta vori þarf
að endurbæta allmikið af veggjum, einkum í búri og skála. Þá var rifið
þakið af smiðjunni, sem var ónýtt orðið, enda nær 80 ára gamalt og
gert af vanefnum í upphafi. Er hugmyndin að láta tóftina standa
opna og sjá, hvort hún fær ekki varðveitzt eins vel á þann hátt, en
fjósið, sem rifið var ofan af 1966, hefur haldið sér prýðilega og ekki
að sjá, að það hafi neitt skemmzt. — Hinn 25. júlí var aftur farið að
Stöng og lagfært allmikið utanhúss, og veitti Ásólfur Pálsson á Ás-
ólfsstöðum aðstoð við þær lagfæringar. Var ekið mold og jarðvegi í
uppblásturssár umhverfis húsin og síðan tyrft yfir, en jarðvegur er
þarna mjög vikurblandinn eins og alls staðar í dal'num, og því afar-
viðkvæmur og blæs auðveldlega upp. Virðist gefa góða raun að bera
á umhverfis húsin, og þarf að halda því áfram næstu ár.
Ekkert var aðhafzt í viðgerð Sívertsenshúss í Hafnarfirði á árinu,
en búið er þó að ganga frá veggjum hússins að utan og smíðaðir hafa
verið gluggar, þótt þeir hafi ekki verið settir í. Fjárskortur tefur við-