Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Side 155

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Side 155
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1968 159 fil. stud. falið að framkvæma rannsóknina, en þeir höfðu báðir unnið á vegum safnsins við fornleifarannsóknir í Hvítárholti og á Reyðar- felli. Stóð rannsóknin frá 10. júní til 4. sept. Þarna kom í ljós grunnur undan lítilli torfkirkju, sem hefur verið endurbyggð nokkrum sinn- um, því að greinilega voru fjögur eða fimm byggingarstig kirkjunn- ar. Umhverfis mótaði fyrir kringlóttum garði og á þremur stöðum varð vart grafa, en vegna smæðar garðsins hefur ekki verið um að ræða nema tiltölulega fáar grafir í garðinum. Kirkjugarðurinn sem slíkur var ekkert rannsakaður. Gísli Gestsson fór til Vestmannaeyja 18. júlí og rannsakaði kuml, sem kom í ljós fast austan við Skansinn. Þetta er fyrsta fornkumlið, sem finnst í Vestmannaeyjum, en því miður var það mjög skemmt af völdum skurðgraftar og nær ekkert beinanna í upphaflegri legu. Þetta hafði verið karlmannsgröf, en ekkert fannst af haugfé nema einn hnífur. Tilkynning kom um þrjú kuml norðanlands, sem vannst þó ekki tími til að rannsaka. Eitt þeirra er hjá Smyrlabergi á Ásum í Húna- vatnssýslu, en þar hefur áður fundizt kuml, annað er í Sæmundarhlíð í Skagafirði og hið þriðja hjá bænum Skoruvík á Langanesi. Ekkert þessara kumla er í beinni hættu, en þau verða rannsökuð að vori. Asbjorn Herteig fornleifafræðingur frá Björgvin kom hingáð að undirlagi Reykjavíkurborgar til athugana á, hversu skuli staðið að rannsókn gamla Reykjavíkurbæjarins, sem oft hefur verið minnzt á á undanförnum árum. Athugaði hann gaumgæfilega ásamt þjóð- minjaverði og safnvörðum Þjóðminjasafns, svo og Páli Líndal borg- arlögmanni og dr. Þorleifi Einarssyni jarðfræðingi, staðhætti alla við vestanvert Aðalstræti, Tjarnargötu og Vonarstræti, jafnframt því sem hann athugaði niðurstöður borana, sem gerðar voru fyrir nokkr- um árum á þessu svæði. Skiláði Herteig ýtarlegri skýrslu um athug- anir sínar, en greiða þarf úr ýmsum vandamálum áður en hægt verður að hefjast handa um rannsóknir á þessu svæði. Samt má búast við, að þær hefjist á næstu árum, og er til kemur verða þær framkvæmdar í sameiningu af Þjóðminjasafninu og Reykjavíkurborg. Eftirlitsferðir voru með færra móti á árinu. Þór Magnússon fór í ágúst norður í Húnavatnssýslu til athugana og eftirlits og farið var að Keldum og Stöng svo og á nokkra staði í nágrenni Reykj avíkur. Heimsóknir fræÓimanna. Hin síðari ár er orðið allmikið um heimsóknir erlendra fræðimanna í safnið, enda hefur íslenzk menningarsaga og þýðing hennar fyrir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.