Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Side 29

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Side 29
BJARNAGARÐUR 33 Lundarkirkja og besta bú berst í vatnaróti. Hvar er sóknin hennar nú hulin aur og grjóti? Byggð á Landbrotshrauni — Elstu heimildir um byggð í Landbroti og einnig þær elstu, er nefna Landbrot með nafni, eru máldagi fyrir kristbú á Dalbæ eystri með landi í Hraungerði og máldagi fyrir kristbú á grannbýlinu Uppsöl- um.48 Líklegt má telja, að Hraungerði sé nafn á býli nærri Dalbæ, sem komið hafi verið i eyði, er máldaginn var skráður. í máldaganum fyrir kristbúið að Uppsölum eru nefndir ,,átta tigir mels í hatuninga mel“ og bendir þetta til þess, að býlið Hátún hafi þá einnig verið til komið. Sem sagt, fjögur býli eldri en skráning ofangreindra máldaga, sem Jón Sigurðsson, er sá um útgáfu fyrsta bindis fornbréfasafnsins, taldi skráða um 1150. Jón taldi einnig, að sá Guðini, sem skv. máldaganum gaf þessi kristbú, væri sá Guðini með viður- nefninu „hinn góði“, er í Jóns sögu Gunnlaugs munks er kallaður „heilagur maður“ og hafi gjöf hans verið stofnuð ,,um 1070 eða jafnvel fyrr“.49 Þetta er þó ekki öruggt og raunar ekki heldur ársetning máldaganna, en þeir bera þó með sér, að vera ærið gamlir. Öruggt er, að býlið Tunga var setið fyrir miðja 13. öld, því þess er getið í sambandi við atburði árið 1249, sem síðar verður að vikið. Ekki er vitað um legu Hraungerðis, en hin býlin fjögur, sem hér hafa verið nefnd, hafa, svo lengi sem vitað er til, verið uppi á jaðri Landbrots- hraunsins og engin sjáanleg merki þess að þau hafi nokkru sinni verið utan við hraunið. Ofangreindar upplýsingar vekja til umhugsunar um aldur Landbrots- hraunsins, sem er hluti þeirra víðáttumiklu hrauna, er upptök eiga i Eldgjá. Jón Steingrímsson mun vera sá fyrsti, er víkur að aldri Landbrotshrauns og telur það yngra en landnám.50 Sá er þetta ritar taldi það í eina tið vera frá um 700 e.Kr.51 Jón Jónsson, jarðfræðingur, telur það um 5200 ára.52 Gjósku- lagarannsóknir Guðrúnar Larsen53 hafa nú fært sönnur á þá skoðun Þorvalds Thoroddsens, er fyrstur kannaði Eldgjá,54 að Landbrotshraunið sé frá fyrri hluta 10. aldar. Byggir Guðrún aðallega á jarðvegssniðum nærri Ytri-Dalbæ, þar sem tota úr Landbrotshrauninu hefur ekið þykkum moldarjarðvegi saman í fellingar, sem eru yngri en landnámslagið svokallaða, en það er frá um 900. Svipaðar fellingar og við Dalbæ er raunar einnig að sjá framan við Landbrots- hraunið í norðurbakka svonefndrar Rásar, vestur af rústum þess bæjar að Hólmi, sem fluttur var vegna Skaftárelda. Smiðshöggið á ákvarðanirnar á aldri Landbrotshrauns hefur nú verið rekið af dönskum eðlisfræðingi, C.U. Hammer. Hann hefur unnið vísindalegt afrek, er varðar okkur íslendinga
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.