Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 126
130
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
beinasafnið gefi betri heildarmynd af íbúum hlutaðeigandi staða, þá eru
Skeljastaðabeinin margfalt meiri hluti Þjórsdæla hinna fornu þann skamma
tíma sem grafreitur þeirra var við lýði, heldur en Jórvíkurbeinin af íbúum
borgarinnar þær 6 aldir, sem áætlað er að kirkjugarður St. Helen-on-the-
Walls hafi verið notaður. Burtséð frá þeim vafa um ágæti þessa úrtaks, sem
skapast af því að margir kirkjugarðar voru samtímis í York og af því að hún
skiptir á umræddu tímabili oft all-harkalega um stjórnendur.
Ennfremur láta greinarhöfundar að því liggja að ég hafi áætlað dánartölu
Þjórsdæla út frá beinunum. Hvað það snertir var ég í sömu aðstöðu og rann-
sakendur Jórvikurbeinanna, og báðir komust við að sömu niðurstöðu, nefni-
lega að beinagrindur barna á fyrsta ári væru svo fáar (7% af Skeljastaða-og
3,2% af Jórvíkurbeinum), að auðsýnt væri að það væri víðsfjarri ungbarna-
dauða á þeim tíma og þessvegna vonlaust að reikna út dánartölu íbúanna af
beinunum. En sennilega mun það svífa óljóst fyrir hugskoti höfunda, að
dánartala kemur við sögu í greininni í Forntida gárdar, við tilraun til að áætla
stærð sóknarinnar er átti gröft að Skeljastöðum. Það er gert með hliðsjón af
dánartölum frá fyrri hluta 19. aldar meðan ungbarnadauði var enn óskap-
legur, og gengið út frá að hlutfall milli látinna yngri og eldri en tvítugra hafi
verið líkt þá og meðal Þjórsdæla. Ennfremur er gengið út frá því að bein eldri
manna en tvitugra gefi nokkurnveginn upprunalega mynd af fjölda þeirra í
garðinum og að með hækkun tölu þeirra í 70 sé séð fyrir vanhöldum af völd-
um eyðingar. Út frá þeim fjölda látinna, eldri en tvítugra, og áætlaðri dánar-
tíðni þeirra 19%, fundinni með hliðsjón af breytingu á dánartíðni eldri en 20
ára á tímabilinu 1834-1930, hef ég svo reiknað út fjölda sóknarmanna sam-
kvæmt þeim tveim skoðunum er þá ríktu um eyðingu Þjórsárdals, Ólafs
Lárussonar að dalurinn hafi lagst í eyði á 11. öld og Jóns Espólíns, Þorvalds
Thoroddsens o.fl. að það hafi orðið á fyrri helmingi 14. aldar. Það ætti svo að
vera óþarft að taka það fram að niðurstaðan var ótvíræð í vil fyrra álitinu, ef
ekki væri hin spaugilega tilvitnun höfunda til „Þórarinsson, 1950“ um eyð-
ingu Þjórsárdals. Hversvegna vísa þeir ekki til ritgerðar hans i Forntida
gárdar? Hún gæti opnað augu þeirra fyrir hættu, sem getur skapast, þegar
samstarfsaðilar beita hvor sinni rannsóknartækni án þess að gera sér nægilega
grein fyrir takmörkunum aðferða hvors annars, en það, ásamt sambandsleysi
milli aðila af völdum stríðsins, varð orsök að þeim hörmulega tímatalsruglingi
sem ríkti í sambandi við eyðingu Þjórsárdals í Forntida gárdar.
Það ber talsvert á sambandsleysi höfunda við íslenskar heimildir, eins og
þeim hafi gleymst að úrgangurinn varð til við íslenskar aðstæður. Þannig er
það lítið upplýsandi um hvaða jurta var neytt hér, að vísa til „Usher 1974“.
Þar væru Grasnytjar Björns Halldórssonar betur við hæfi, og að nota Eras-
mus að heimild um sóðaskap er lítt skiljanlegt, slík ofgnótt íslenskra heimilda