Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 5

Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 5
NORÐURLJÓSIÐ 5 Flugslysið í Alaska Kraftaverk bjargaði flugmanni. Bengt Junvik frá Jönköping í Svíþjóð er búsettur í Kaliforníu. Honum var bjargað með kraftaverki, þegar úti var öll von um það, að hann fyndist á lífí. I lok apríl fyrir fáum árum ætlaði hann að sækja mót flug-trúboðsmanna. Hann var í stjómarnefnd þess. Elugvélinni - af Cessna gerð - átti að vera flogið frá verksmiðjunni til væntanlegs kaupanda í Calena. Kostaði verksmiðjan flugferðina. Er Junvik hafði verið á ferðalagi nokkra daga í leið- indaveðri, þá hóf hann flugið yfír fjallaklasana óbyggðu. Hann var aleinn í flugvélinni. Veðurspáin hjá veðurstofunni var góð. Með sér hafði hann ofur- lítinn matarskammt, svefnpoka og dálítið vatn. Vanalega flugleiðin liggur um Rignaskarð. Hana gat hann ekki farið. Skýþykknið huldi allt of vel þessa glufu á milli fjallanna. Junvik ákvað því, að hann færi aðra leið, sem þó var krókur. Hrapið. Er hann var að fljúga gegnum það skarð, skall á hann hríð. Skyggnið varð alltaf verra og verra. Hann hélt sig eins nærri fjallshlíðinni og unnt var vegna skyggnisins. En dalurinn, sem hann flaug eftir, skipti sér í tvo dali. Hann fór inn í hliðardalinn. „Allt í einu tók ég eftir því,“ sagði hann, „að landið fyrir neðan mig hækkaði stöðugt þrátt fyrir það, að hæðarmælirinn sýndi alltaf sömu flughæð. Þá skildi ég, að dalurinn, sem ég var í, mundi enda við fjallsvegg. „Ég verð að snúa við, hugsaði ég, og komast aftur þangað, sem dalurinn skiptist. En óhappið gerðist, er ég reyndi að stíga svo fast sem éggat á bensíngjöfina.“ Þessu lauk með skelfingu. Junvik heyrði skrúfublöð- in brotna í mola við steinhrygg. Flugvélin hrapaði nið- ur brekkuna með braki miklu. Hún endastakkst, velt- ist og lá svo kyrr á bakinu. Allt gerðist þetta á andar- taki og með miklu brakhljóði. Síðan varð allt hljótt. „Eldur kom mér fyrst í hug! Kviknað gat í flug- vélinni, hvenær sem var. Ég sleit af mér öryggisbeltið, féll niður á flugvélarþakið, sem nú var gólfíð mitt, og bjóst til að forða mér út hið bráðasta. Eldur var enginn sjáanlegur. Ég fór svo að rannsaka flugvélar-búkinn.“ Hríðarbylur. Flugmaðurinn uppgötvaði fyrst, að stýrishúsið var heilt. Þótt flugvélin lægi á hvolfi, voru allir gluggar heilir. Fyrir þetta var hann mjög þakklátur, einkum vegna þess, að hríðin fór versnandi. Vindurinn rykkti í vængi og stög. Þótt ekki hefði verið nema ein rúða brotin, mundi hann hafa frosið í hel. Hríðin hélt áfram í mörg dægur. A meðan fór Junvik ekki út úr flugvélinni. Hann svaf svo mikið sem hann gat, niðurbyrgður í svefnpokanum, og smakkaði varla matinn. Hann bað til Guðs. Hið ótrúlega gerðist. Mitt í þessum hræðilegu kringumstæðum átti hann innri frið og tilfinningu öryggis. Hann var sannfærður um, að allt lyti þetta stjóm Guðs. Misheppnaðar leitarferðir. „Eftir fjögurra dægra hríð birti upp,“ segir Bengt Junvik. „Ég færði Guði þakkir, því að leitarstarfið gat nú hafist. Ég var alveg viss um, að ekki gætu þaðorðið nema fáeinar stundir, þangað til ég fyndist. En stund- imar urðu að dögum.“ Junvik opnaði flugstjórnar- klefann og gekk út á flugvélarvænginn til að sjá, hvort ekki væri björgun í aðsigi. Hann borðaði lítið og drakk vatn úr bræddum snjó. Öðru hvoru heyrði hann í flugvélum og velti þá fyrir sér: Er þetta flugvélin, sem er að leita að mér? „Dag nokkum heyrði ég í flugvél, er kom stöðugt nær. Ég fór út á flugvélarvænginn og reyndi að gefa merki í von um, að þeir, sem í henni voru, sæu mig. En hún þaut yfir mig, án þess að nokkur tæki eftir mér. Þá hugsaði ég: „Endar þetta jafnvel með dauða mínum?“ “ Guð var nálægur. Enn liðu mörg dægur. Junvik svaf stutt í einu. Hann neytti mjög lítils matar. Birgðimar, sem hann hafði, minnkuðu þó smátt og smátt. „Verst var að hugsa um þjáningarnar, sem ég leiddi yfir Betty, konuna mína, 18 ára gamlan son miim, Bruce, og Kathy dóttur mína, sem var 13 ára gömul. Það var á þessum dögum, er ég kenndi mér sannar- lega að biðja. Engan veginn get ég lýst Jjví, hvemig ég fann nærveru Guðs í stjómklefanum. Ég var ekki einn í eyðimörku. Guð var þar. Hefði hann ekki gefið mér kraft, efast ég um, að ég hefði staðist þessa raun.“ Yfírnáttúrlegur kraftur. Eðlilega var það mikið áfall fyrir konu Bents Junviks og börnin hans tvö, er þau fréttu, að eigin- maður og faðir væri alveg týndur í fjöllunum í Alaska. Þau fóru þangað, sem leitarstöðin var í Anchorage ásamt Henry Hansen, sem var í kaupsýslu-tengslum við Bengt. Þau fengu alveg að reyna hið sama og mað- urinn í flugstjórnarklefanum á einhverjum stað í Alaska. Þau fengu þann kraft frá Guði, sem þau þörfnuðust, þegar svo leit út sem um von væri ekki að tala.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.