Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 57

Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 57
NORÐURLJÓSIÐ 57 Viðtal við Sigríði Sigurbjöms- dóttur Hún var lengi búsett 21. febrúar 1981, í köldu en skínandi björtu vetrar- veðri, fékk ég tækifæri til að heimsækja hana suður í Garð á Dvalarheimili aldraðra. Mildur svipur, hýrt bros og hlýtt hjarta eru eigind- ir þessarar konu. Hún er fús að ganga með mér smá- stund um minningalönd liðins tíma. Hvaða ár ert þú fædd, Sigríður, og hvar? 1894. Hrísum í Flókadal. Og ólst þar upp? Já, þar til ég var um tvítugt, þá flutti ég til Reykja- víkur. Hvenær verður þú fyrst fyrir trúarlegum áhrifum svo að þú munir? Ég get nú ekki beint sagt það. Það hafði auðvitað sín áhrif, að mamma kenndi mér svo mikið af versum úr Passíusálmunum. Það voru alltaf lesnir húslestrar heima. Ég man eftir því, ég hefi verið innan við fermingar- aldur held ég. Ég var á labbi austur á túni. Þá hugs- aði ég: Ó, að ég hefði ekki heyrt þetta fyrr en ég hefði haft meira vit á því, þá hefði ég kannski öðlast svipaða trú og þeir, sem ég hefí lesið um í gömlu biblíusögun- um. Það var einhver trúhneigð eða löngun eftir meira lífl. Ég fann að það var eitthvað öðruvísi þétta, sem ég var vön við heldur en t.d. í biblíusögunum. Síðar fór ég til Reykjavíkur og dvaldi þar í 3 ár, var þá gift og orðin móðir. Þar fór ég að fara upp í K.F.U.M. og líkaði ákaflega vel að vera þar. Var ég þar öllum stund- um, sem ég gat, á almennu samkomunum á sunnu- dagskvöldum. Þá var síra Friðrik að starfa af full- um krafti. Kynntist þú einhverju fólki, sem þú fórst með þangað fyrst? Ég fór með Tómasi heitnum, manninum mínum. Hann hafði komist í kynni við síra Friðrik og verið eitthvað í K.F.U.M. Þegar ég svo flutti upp á Akra- nes, sem var 1922, þá var K.F.U.M. eini staðurinn, sem ég saknaði úr Reykjavík. Svo var ekkert um að gera á Akranesi nema kirkjuna. Það var auðvitað gott að hlusta á síra Þorstein Briem, þó að mér þætti nú ekkert varið í það fyrst. Svo Var það árið 1923-24, að Sæmundúr kom. Hann hélt barnasamkomu á nýársdag, og ég fór með drenginn, þótt lítill væri, og þar fann ég, að var ákveð- inn boðskapur. Auðvitað var ég búin að heyra það, sem mér líkaði hjá síra Þorsteini, það, að hann trúði algerlega meyjarfæðingunni. Svo hafði Sæmundur bamasamkomur þann helgidaginn, sem síra Þor- steinn messaði inn á Hólmi. Var það í kirkjunni? Já, og þá fór ég með bamið þangað. Svo auglýsti hann einu sinni að biblíulestrar væru byrjaðir, og væri þá einhver í kirkjunni, sem vildi vera með, væri það velkomið. Þá vorum við 3 konur, sem gáfum okkur fram. Svo tiltók hann seinna, hvenær yrði komið sam- an til biblíulestra. Ég man, að við mættum fjögur við kirkjudymar í svo voðalegu veðri að Sæmundur hik- aði við að opna kirkjuna. Þá var það Júlíana á Völlum, sem bauð að hafa biblíulesturinn heima í stofunni hjá sér, því að það var svo skammt frá. En svo hafði hann biblíulestrana aðallega á kirkjuloftinu. Fannst þér þessar biblíulestrarstundir gefa þér eitt- hvað? Það var einu sinni, að Sæmundur spyr að því, hvort nokkur geti sagt sér, hvað það sé úr upplesnum kafla, sem hann tileinki sér sérstaklega. Þá var það kona, sem gat sagt það. Heldurðu að ég hafí þá ekki verið eins og óþekk skólastelpa? Það vaknaði hjá mér öfund útaf því að hin konan gat svarað spurningunni, og mér fannst ég ætla að fara að bera einhvem kala til hennar fyrir þetta. Þá fann ég, að þetta var frá hinu illa. Þetta end- aði með því, að ég fór inn í herbergi mitt, lokaði dyr- unum og kraup á kné og bað Drottin: að taka þetta frá mér. Þá varð mér svo viss nálægð frelsara míns og þar með hans fyrirgefandi náð, - að það varð úrslitastund- in. Svona er Drottinn ríkur af miskunnsemi: að nota veikleika mannshjartans til að auðmýkja manninn. Fannstu sérstaka breytingu á þér við þetta? Já, ég fór að hafa meiri viðbjóð á syndinni í öllum myndum, og mig langaði mest til að ég gæti eitthvað sagt eða gert, sem mættí verða Drottni til dýrðar. Svo varðst þú útsölukona Norðurljóssins í mörg ár? Já. Þannig var, að ég held, að Steinunn frænka hans (þ.e. Sæmundar) hafí gengist í það, að Guðbjörg heit- in á Svalbarði tæki við útsölu á því. Það voru nokkur ár, sem hún gerði það. Þá breytti bóndi hennar til og fær sér jörð uppi í sveit og fer að búa. Þá gat hún það ekki lengur. Steinunn ræðst þá að mér, og ég var nú fjarlæg. Það fannst mér ég alveg ómögulega geta. Ég hef alltaf verið heldur hlédræg. En svo varð það samt úr. Þegar frá leið, var ég henni innilega þakklát: að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.