Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 37

Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 37
NORÐURLJÓSIÐ 37 EIRÍKUR LITLI 1. KAFLI Nýr kunningi. Hann var fríður sýnum. Hárið dökkt og hrokkið. Fagurlega liðaðist það um hvítt ennið. Ur djúpum og bláum augum hans skein einhver angurblíð löngun. Daufur roðinn í kinnum hans bar vott um veila heilsu. Margur var sá maðurinn á baðvistarströndinni, er meðaumkunar augum leit á þennan litla aumingja, sem hallaði sér aftur á bak í hægindastólnum. En Eiríkur gaf þeim engan gaum. Hann einblíndi á sjóinn. Jafnvel ekki gleðiópum barnanna, sem voru að leika sér þar, gaf hann gaum. Fóstra hans var að lesa í bók. Hún þekkti sjálf best, hvað skjólstæðingurinn hennar litli var þögull og þolinmóður. Er hún hafði búið um hann í hæginda- stólnum, skildi hún hann eftir í skugganum undir klettinum. Sjálf settist hún á flata hellu þar rétt hjá til að hvíla sig dálitla stund. Loks fóru varir vesalings litla drengsins að bærast. Mér þætti gaman að vita, hvort hafið er eins þreytt og ég, sagði hann. Ungur maður hallaði sér letilega upp að klettinum þar rétt hjá. Hann leit hvatlega við, er hann heyrði þessi orð. Ég vildi óska, að hafið yrði svo þreytt, að það vildi vera kyrrt, sagði hann. Eiríkur ieit á hann stórum, bláum augum. Það reynir að vera rólegt. En þegar við erum mjög þreytt- ir, þá getum við ekki verið það. Satt er það, litli snáði. Við höfum ekki kraft í okkur sjálfum til að standa gegn því afli, sem knýr okkur áfram. Bamið þagði um stund, en bætti síðan við með blíð- um rómi: Ég sá það sofandi í gær. Það var svo kyrrt. Það andaði ofurlítið, og hæg hreyfing sást á yfirborð- inu. En það gat ekki gert að því. Enginn getur verið rólegur, það er að segja alveg rólegur. Ungi maðurinn brosti. Það var skrýtið að sjá þá báða, er voru svo ólíkir að skaplyndi, fara að hefja hljótt og alúðlegt samtal. Hvað þetta líf er armæðulegt, eða er ekki svo? sagði barnið með forneskjulegri alvöru. Fóstra mín er vön að segja það, og ég held það líka. Ó, það tekur brátt enda, sagði ungi maðurinn með kuldalegu glotti. Lífið er svo tilbreytingarlaust. Það er svo langt, síð- an nokkuð hefur komið mér á óvart. Hve langt síðan, snáði litli? Ég held það hafi verið, þegar ég fékk seinasta leik- fangið mitt frá París. Pabbi minn-segir, að hann vilji ekki gefa mér fleiri leikföng, af því að þau vekja ekki undrun hjá mér. Ég vil ekki hafa neitt, sem ekki vekur undrun hjá mér. En ég býst við því, að ég sé orðinn of stór til þess, að nokkuð geti komið mér á óvart. Allt er svo tilbreytingarlaust. Er ekki svo? Jú, það er rétt, heimspekingur litli, mönnum finnst allt tilbreytingarlaust, sem þeir eru orðnir vanir við. Ég var einmitt að hugsa um það í dag, hvort ég mundi aldrei sjá neitt undravert. Tíminn er svo lengi að líða, þegar ekkert markvert kemur fyrir. Hvað langar þig til að sjá? Æ, ég veit það ekki. Mig langar ekki til að sjá nokk- uð, nema það, sem kemur mér á óvart, eitthvað, sem breytir mér. Mig langar til, að mér líði vel, eins og þú getur nærri. Ég á við í hjarta mínu. Mig langar til að vera sæll. Mundi þig ekki langa til þess líka? Það er engin slík sæla til í þessum heimi, - og því er nú ver. Fóstra mín segir, að svo sé, en þó er hún ekki ham- ingjusöm. Ég held, að það sé ekki nema í sögum og draumum, að við heyrum um slíka hluti. Heldur þú það ekki líka? Jú, að vísu er það aðeins hugmynd, en ekki veru- leiki. Þú ert nú heldur lítill til að tala svona. Það lá við, að ég væri sæll einu sinni, sagði dreng- urinn, og einkennilegum gleðibjarma brá fyrir í aug- umhans. r r Eg var þá mjög lítill drengur. Eg gekk upp að sveita- bæ nokkrum og var mjög þreyttur. Þá tók einhver kona mig í faðm sér og bar mig inn í stórt herbergi. Þar kastaði eldurinn frá sér rauðum bjarma. Það var svo skrýtið herbergi. Diskar og föt héngu á veggjunum. Við fengum steikt epli og flesk til kvöldverðar, en kisa hljóp um gólfið með bjöllu um hálsinn. Fóstra mín sagði, að ég ætti að fara að hátta. En konan sagði: „Nei.“ Hún faðmaði mig að sér og mælti: Blessað barnið, hann lítur út eins og móðurlaust barn, enda er hann það. Hún var feit og digur, og ég sat í kjöltu hennar allt kvöldið. Hún sagði mér svo fallegar sögur, - sem ég hef aldrei heyrt síðan. Pabbi sagði, að þær væru ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.